Umhverfistofnun - Logo

Bisfenol A

Bisfenól A (BPA) er eitt af mikilvægustu byggingarefnunum í hörðu plasti af pólýkarbónat gerð og finnst einnig í hinum ýmsu vörutegundum úr epoxý og pappír til hitaprentunar (t.a.m. kassakvittunum).

Af hverju er það varasamt?

Samkvæmt hættuflokkun á bisfenóli A veldur efnið alvarlegum augnskaða, er ertandi og ofnæmisvaldandi við snertingu við húð og getur haft skaðleg áhrif á frjósemi. Deilt hefur verið um áhrif Bisfenól A í neytendavörum vegna mismunandi túlkunar á niðurstöðum vísindarannsókna.  Bisfenól A er bannað í barnapelum á Íslandi og í Danmörku og hafa önnur lönd slíkt til athugunar.

Í hvað er efnið notað?

  • Pólýkarbónatplast, t.d. í pela og harða hlutann á snuði
  • Rafbúnað og raftæki
  • Geisladiska og geisladiskahulstur
  • Epoxývörur, t.a.m. málning, lím, lakk
  • Hitaprentanlegan pappír

Ákveðnar reglur gilda um Bisfenól A í vörum sem komast í snertingu við matvæli eins og plastpoka þar sem ákveðið magn af efnunum má leka úr vörunni. Einnig hafa verið settar reglur um hámarksmagn efnisins í hitaprentanlegum pappír.