Umhverfistofnun - Logo

Blý

Blý er málmur sem finnst í mörgum mismunandi efnasamböndum sem notuð eru í margvíslegum tilgangi. Ýmis blýsambönd hafa til að mynda verið notuð í keramik, málningu og PVC-plast.

Af hverju er það hættulegt?

Blý safnast fyrir í líkama dýra og manna og getur náð þar háum styrk. Blý er eitrað og of mikið blý í líkamanum getur skaðað rauðu blóðkornin og taugakerfið. Þroskaferli heilans í fóstrum og ungum börnum eru sérstaklega viðkvæmt fyrir áhrifum blýs. Auk þess er blý skaðlegt lífverum sem lifa í vatni. 

Í hvað er efnið notað?

  • Rafgeyma í bílum
  • Raf- og rafeindatæki
  • Veiðarfæri
  • Skotfæri
  • Málningu
  • Rautt og gult leirtau

Ýmsar reglur hafa þegar verið settar sem lúta að því að draga úr eða banna notkun blýs í tilteknum tilfellum. Búið er að banna blý sem íbótarefni í bensín og notkun blýsambanda í málningu. Blý í ýmsum hlutum, s.s. skartgripum og hlutum sem hugsanlegt er að börn setji upp í sig, má ekki fara yfir ákveðin styrkleikamörk.