Umhverfistofnun - Logo

Króm

Króm er eitt af frumefnunum og finnst í fjölmörgum efnasamböndum. Ýmis krómsambönd eru notuð til að hindra að timbur fúni og málmur ryðgi. Auk þess eru þau notuð sem litarefni og ryðvörn í málningu og við framleiðslu á grænu gleri.

Af hverju eru það hættulegt?

Hættulegustu krómsamböndin eru svokölluð sexgild krómsambönd. Þau eru krabbameins- og ofnæmisvaldandi og mjög eitruð lífverum í vatni. Einnig geta sum þeirra valdið skemmdum á erfðaefni og minnkað frjósemi. 

Í hvað er efnið notað?

  • Leður og skinn
  • Málningu
  • Sement 
  • Litaðar glerumbúðir
  • Þéttiefni (fúguefni)
  • Viðarvörn

Í dag er bannað að nota króm í þrýstimeðferðir á timbur nema í sérstökum tilfelllum innan atvinnulífsins. Þessi efni munu þó á komandi árum enn halda áfram að leka úr gömlu timbri sem hefur verið fúavarið með krómasamböndum. Styrkleikamörk hafa verið sett fyrir sexgilt króm í leðurvörum og sementi.