Umhverfistofnun - Logo

Siloksan

Dekametýlsýklópentasíloxan (D5) og oktametýlsýklótetrasíloxan (D4) eru efnasambönd sem tilheyra hópi síloxana sem telur mörg ólík efni. D4 og D5 eru t.a.m. notuð í sjampó, krem, svitalyktareyði og fleiri snyrtivörur. Efnin eru einnig notuð til lengja endingartíma málningar sem þarf að standast álag veðurs og vinds. D5 er enn fremur notað í raftækjum.

Af hverju eru það hættulegt?

Notkun efnanna er umfangsmikil í alls konar vörum og þau finnast því í miklu magni í umhverfinu. Efnin brotna hægt niður og safnast því fyrir í lífríkinu. D4 er talið skaða frjósemi og getur valdið langvinnum, skaðlegum áhrifum á líf í vatni.

Í hvað eru efnin notuð?

  • Snyrtivörur og vörur til umhirðu líkamans
  • Hreinsi- og þvottaefni

Styrkur hvors efnanna í snyrtivörum sem þvegnar eru af skal vera minni en 0,1% frá 31. janúar 2020.