Eldhús
Baðherbergi
Svefnherbergi
Er náttúrulegt latex gott í svefnvöru?
Eru 1-2 ára dýnur ennþá skaðlegar? Hvenær fara skaðlegu efnin úr?
Nú eru þúsundir Íslendinga veikir vegna svampefna í dýnu og kodda. Hvað eruð þið að gera í því?
Getið þið mælt með einhverjum sokkum sem eru eingöngu úr náttúrulegum efnum?
Eiga tölvur, sjónvörp og önnur raftæki heima í svefnherbergjum?
Barnaherbergi
Þrif
Úrgangur og flokkun
Almennt um efni
Ef við erum efins er alltaf hægt að hafa samband við framleiðendur eða sölumenn og spyrja hvað varan inniheldur.
Mjúkt og sveigjanlegt plast er oft á tíðum vísbending um að í plastinu séu aukaefni sem geta verið skaðleg.
Hér er líka spurning hvaða skilgreiningu framleiðendur nota yfir eiturefni. Eiga þeir við efni sem eru nú þegar bönnuð í reglugerðum? Eða er verið að taka tillit til náskyldra efna sem vísindin eru að sanna að séu jafn skaðleg en ekki komið inn í reglugerðir eins og er?
Dæmi má nefna að matarílát úr plasti sem gefa sig út fyrir að vera án PBA, sem hefur áhrif á hormónin í líkama okkar, innihalda nú í staðinn PBS sem rannsóknir eru að sýna fram á að séu að hafa sömu áhrif og PBA.
Flestar „non-stick“ pönnur eru húðaðar með hitaþolnu plastefni sem kallast pólýtetraflúoretýlen (PTFE). Í daglegu tali er notast við nafnið Teflon fyrir PTFE-húðaðar pönnur. Fyrir utan hitaþol og styrk hefur Teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það.
PTFE er ekki hættulegt sem slíkt fyrir okkur mannfólkið.
Það getur gerst að teflonhúðin flagni lítillega af pottum og berist þannig í matinn. Það er þó ekki skaðlegt þar sem efnið fer ómelt beint gegnum meltingarveginn líkt og trefjaefni.
Þess má geta að strangt eftirlit er haft með mat, lyfjum og öðru sem kemur að beinni inntöku manna. Við framleiðsluferli Teflons hér áður fyrr myndaðist efnið PFOA sem er krabbameinsvaldandi og eitrað fyrir æxlun, en í Evrópu er það mikið takmarkað.
Hér þarf að huga hvort slíkir pottar eða pönnur séu með eða án húðunar.
Ef pottar og pönnur úr áli eru ekki húðaðar getur verið að ál losni úr þeim. Til dæmis þegar við erum með í þeim súran eða mjög saltan mat. Þetta á t.d. við um sítrónur, sósur með tómötum eða ávaxtamauk (e. puree).
Ál finnst náttúrulega í matnum okkar. En losunin frá pottunum/pönnunum bætist við magn þess áls sem við komumst í snertingu við og getur m.a. haft áhrif á taugakerfið.
Ef það leynast gamlir álpottar og pönnur inni í skáp sem eru úr sér gengin þá er kjörið tækifæri að endurnýja eða skipta þeim út fyrir t.d. ryðfrítt stál.
Mjög lítið af óæskilegum efnum losnar úr pottum og pönnum úr ryðfríu stáli. Reglur varðandi stál eru orðnar mjög strangar svo ekki ætti að hafa miklar áhyggjur við notkun þeirra.
Áður fyrr var leyfilegt innihald þungmálmsins kadmíum í pottum og pönnum mun hærra en leyft er í dag. Séu hlutirnir því orðnir mjög gamlir gæti verið gott að skipta þeim út.
Já.
Í bökunarpappír gætu leynst ýmiss efni eins og t.d. flúoríð eða sílíkon sem bætt hafa verið til að hindra frá vatni og olíu. Það er gert til að fyrirbyggja að bökunarpappírinn blotni of mikið vegna vatns og fitu sem kemur frá matnum okkar.
Flúoríðefni eru á meðal þeirra efna sem eru talin óæskileg þar sem þau geta haft innkirtlatruflandi (hormónahermandi) áhrif auk þess sem þau geta verið krabbameinsvaldandi.
Til að ganga úr skugga um að þessum efnum hafi ekki verið bætt í bökunarpappírinn er best að velja vörur merktar Evrópublóminu eða Svansmerkinu.
Til dæmis þá eru kröfur til að öðlast Svansvottun fyrir bökunarpappír að ekki hafi verið notuð hvítunarefni við framleiðsluna, bætt við bakteríudrepandi efnum, bætt við síloxani D4 og D5, notuð tiltekin flúoríðefnasambönd eða notast við lífræn tinsambönd í framleiðslunni ásamt fleiru.
Snyrtivörur af heimilum sem eru merkt hættumerkingum eða flokkast sem spilliefni á alltaf að fara með á móttökusvæði SORPU eða Terra (eða sorpvinnsluaðila sem eru með endurvinnslustöðvar fyrir úrgang) á svæðið sem heitir spilliefni frá heimilum.
Þetta eru meðal annars naglalökk, hárlitir, naglalakkshreinsar, hársprey og ilmvötn. Allir spreybrúsar úr málmi eiga að flokkast eins og spilliefni.
Nánar um hvaða spilliefni eiga að fara í gám spilliefna frá heimilum á endurvinnslustöðvum.
Snyrtivörur af heimilum sem eru ekki hættumerktar og eru ekki spilliefni á að flokka eftir bestu getu. Ef ekki er hægt að flokka þá setja í almennt sorp.
Ef lítið er eftir af snyrtivörunni þá er gott að fjarlægja restina í almenna sorpið en flokka umbúðirnar í t.d. plast. Oft er meirihluti umbúða snyrtivara úr plasti. Ef mögulegt er að fjarlægja vöruna úr umbúðunum má setja plasthylkið í plastendurvinnslu.
Annað fer í almennt sorp svo sem snyrtivöruúrgangur eins og blautþurrkur, sjampó, sápa, maskarar, augnskuggar, púður o. fl.
Efni sem eru ekki spilliefni sem fara í almennt sorp.
Varalitir eru yfirleitt ekki úr sterkum efnum heldur yfirleitt úr vaxefnum, olíu og litarefnum.
Ef mögulegt, er æskilegast að fjarlægja varalitinn og setja í almennt sorp og setja plasthylkið í plastendurvinnslu og gildir þaðsama um krem í plastumbúðum. Annað fer í almennt sorp.
Snyrtivörur sem eru seldar innan EES mega ekki hafa vera prófaðar á dýrum. Innihaldsefni í snyrtivörur sem framleiddar eru fyrir markað hér á landi og innan EES landa mega heldur ekki hafa vera prófuð á dýrum.
Hér eru 4 helstu atriðin sem vert er að taka eftir:
Latex er í grunninn náttúrulegt gúmmí sem kemur úr sápu gúmmítrésins Hevea braseliensins sem er að mestu hættulaust, en þó er ofnæmi fyrir latex þekkt.
Það sem er varhugavert við latex svefnvörur eru aukaefnin sem bætt er við gúmmíið. Dæmi um slík viðbætt efni eru leysiefni, bindiefni og efni sem gera gúmmíinu kleift að harðna hraðar.
Vandamálið sem tengist mörgum latex dýnum er að yfirleitt er dýnan aðeins um 30-40% latex og restin eitthvað annað eins og t.d. svampur.
Ekki hika við að spyrjast fyrir í versluninni hvað er í dýnunni og hvernig hún er uppbyggð sem og aðrar svefnvörur.
Það þarf fyrst og fremst að nota nefið. Ef það finnst enn lykt af dýnunni gæti verið að efnin séu enn til staðar.
Erfitt er að segja hversu hratt efnin losna úr dýnunni en það fer eftir efnunum sjálfum, t.d. er helmingunartími efnisins formaldehýð u.þ.b. 1,7 dagar í andrúmslofti. Sum efni gufa upp eftir sólarhring, önnur eftir nokkra daga og sum sitja eftir í langan tíma.
Mælt er með því að kaupa ofnæmisprófaðar rúmdýnur og koddaver til að stuðla að heilnæmu innilofti. Sjá nánar í bæklingi um inniloft, raka og myglu í híbýlum.
Teymi efnamála starfar skv. efnalögum nr. 61/2013 og reglugerðum á grundvelli þeirra og hefur eftirlit með þeim bönnum og takmörkunum sem þar koma fram. Reynist efni í svampdýnum valda útbreiddum heilsufarsvanda mun efnalöggjöfin endurspegla það í framhaldinu.
Í tengslum við veikindi/heilsufarsvanda mælum við með að leita til læknis.
Lopasokkar, sokkar úr bambus, bómullarsokkar merktir með GOTS (Global Organic Textile Standard) eða OEKO-TEX®, sokkar úr annarri ull s.s. merino, angóru eða kasmír og sokkar úr hör.
Sokkar geta innihaldið ýmis litarefni sem geta verið varhugaverð og því ætti fyrsta val neytenda að vera vörur merktar með þekktum umhverfismerkjum,t.d. OEKO-TEX.
Mælt er með því að hafa ekki stór raftæki sem hitna í svefn- og barnaherbergjum.
Þegar tölvur, sjónvörp og önnur raftæki hitna þá losna ýmsar agnir og efni út í andrúmsloftið. Meðal þeirra er t.d. eldtefjandi efni sem eru í tækjunum sem eru talin hafa innkirtlatruflandi (hormónahermandi) áhrif.
Séu raftæki hins vegar geymd inni í slíkum herbergjunum þá er mikilvægt að þurrka rykið reglulega af og úr þeim, þrífa herbergið a.m.k. 1x í viku og lofta vel út a.m.k. 2x á dag. Einnig er gott að slökkva á öllum raftækjum þegar þau eru ekki í notkun þar sem uppgufun efna úr tækjunum er mest þegar kveikt er á þeim og þau verða heit.
Nei.
Innan EEA/ESB ríkjanna er bannað að markaðssetja skart sem hefur blýstyrk yfir 0,05% af heildarþyngd skartsins. Þessar takmarkanir gilda t.d. um armbönd, hálsmen, hringi, skart sem notað er við húðgatanir, úr, ermahnappa og nælur.
Hægt er að ná fram endurskini með fleiri en einum hætti.
Í sumum tilfellum kann að vera notað plast sem er með smásæjum formum sem valda endurskini en í öðrum tilfellum getur verið um örsmáar glerperlur að ræða. Enn önnur leið getur byggt á málmum eins og áli.
Okkur vitanlega er ekki sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af endurskinsfatnaði umfram annan klæðnað hvað efnainnihald varðar.
Óæskileg efni geta sest í ryk og líklega getur meira ryk sest í teppi. Að sama skapi er ráðlegt að skoða úr hvaða efni teppið er gert. Að líkindum er þó vel hægt að hafa teppi á barnaherbergi ef notast er við teppi úr skaðlausu efni og passað uppá að rykhreinsa vel.
Margar venjulegar ryksugur losa frá sér minnstu ögnunum í gegnum blásturinn. Hægt er að velja ryksugu sem er með mjög fína síu, t.d. má nefna að HEPA 13 sía stöðvar a.m.k. 99% af minnstu ögnunum.
Besta leiðin til að minnka styrk óæskilegra efna sem safnast fyrir innandyra er að ná gegnumtrekk a.m.k. tvisvar sinnum á dag í 5 mínútur í senn kvölds og morgna. Ekki næst sami árangur með því að opna einungis litla rifu, jafnvel þótt það sé gert allan daginn.
Til að farga spilliefnum á að skila þeim til næsta móttökuaðila sem kemur þeim í réttan farveg. Það fer eftir landshlutum og þeim sorphirðuaðilum sem þjónusta íbúa víðsvegar um landið hvernig endurvinnsluefni eru flokkuð.
Því er best að fólk hafi samband við þá sorphirðuaðila eða sveitarfélagið sitt til að fá sem bestar upplýsingar um það hvernig beri að flokka úrganginn sinn m.t.t. endurvinnsluefna. Hér er vísað í flokkunarkerfi SORPU sem þjónustar höfuðborgarsvæðið.
Spilliefni af heimilum líkt og rafhlöður, raftæki, málningu, ljósaperur, hreinsiefni eins og stíflueyðir, matarolía og vörur sem eru hættumerktar eiga ekki að fara í almennt sorp. Þessar vörur á að fara með á móttökusvæði SORPU og/eða Terra (eða fleiri sorpvinnsluaðilar sem eru með endurvinnslustöðvar fyrir úrgang) á svæðið sem heitir spilliefni frá heimilum fyrir utan lyfjaúrgang sem ber að skila í næsta apótek.
Nánar um hvaða spilliefni eiga að fara í gám spilliefna frá heimilum á endurvinnslustöðvum.
Umhverfisstofnun birtir lista yfir varasöm efni inni á heimasíðu sinni.
Umhverfisstofnun Danmerkur heldur einnig úti lista yfir innkirtlatruflandi efni sem er afrakstur samstarfsverkefnis 6 Evrópulanda. Bendum sérstaklega á lista númer 3.
Það er margt sem spilar inn í hér. Ef við stiklum á stóru þá taka rannsóknir við mat á hættueiginleikum efna langan tíma og það þarf að byggja á langtímarannsóknum með stóru þýði sem er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Ferillinn við að setja reglugerðir sem banna eða takmarka notkun efna eru nokkurn veginn svona:
Atvinnulífið stoppar hins vegar ekki og er ef til vill búið að sjá að það stefnir í takmörkun á efninu og er þá búið að skipta því út fyrir annað keimlíkt efni.
Regluverkið er því oft nokkrum skrefum á eftir því sem er að gerast í samfélaginu, þar sem verið er að taka eitt efni fyrir í einu en ekki heila efnahópa sem slíka. Sem dæmi má nefna PFAS efnin sem hafa flest öll mjög lík áhrif á okkur en aðeins er búið að takmarka eða banna brot af þeim. Verið er að vinna að því að koma þeim öllum undir einn hatt í efnalöggjöf Evrópu, þannig að ekki sé hægt að stunda slík höfrungahlaup lengur.
Einnig þarf að benda á það að oft eru ekki til staðgöngulausnir og því eru sum efni leyfð tímabundið í ákveðnum tilgangi þar til að annað hættuminna efni getur komið í staðinn.
Að auki þá þarf oft að vega og meta hættuna sem fylgir efninu í samanburði við tilgang efnisins, til dæmis fyrir framleiðslu á lækningatækjum eða í rannsóknarstarfi.
Takk fyrir góða hugmynd, við skoðum það.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna almennar ráðleggingar er varða börn og efnanotkun
Umhverfisstofnun heldur ekki utan um slíkan lista og veitir heldur ekki ráðleggingar varðandi einstakar vörur. Til eru mörg góð smáforrit („öpp“) og heimasíður sem eru traustar heimildir hvað þetta varðar. Hér koma nokkur dæmi: