Umhverfisstofnun hefur gefið út upplýsingabækling um Veggjalús sem má finna hér fyrir neðan.
GÁTLISTI YFIR ÞAÐ SEM BER AÐ GERA Á GISTISTAÐ EF GESTIR VERÐA VARIR VIÐ VEGGJALÚS:
- Bjóðið gestinum umsvifalaust upp á nýtt herbergi.
- Bjóðist til að fara gaumgæfilega í gegnum farangurinn með gestinum til að koma í veg fyrir að lúsin fylgi honum á milli herbergja eða gististaða.
- Bjóðið gestinum að þvo af honum öll föt til að eyða hugsanlegum dýrum. Athugið að þvo verður við að minnsta kosti 50°C til að fullnægjandi árangur náist.
- Bjóðist til að frysta föt og annan farangur gestsins sem ekki þolir þvott. Frostið þarf að fara niður fyrir -18°C í a.m.k. sólarhring til að ná að drepa allt.
- Sé ekki um það að ræða að þvo eða frysta farangur bjóðist þá til að pakka öllu í plastpoka til að geyma þar til færi gefst á því að grípa til viðeigandi aðgerða.