Meðferð og förgun

 Heildarmagn úrgangs gefur vissulega mikilvæga vísbendingu um hvert stefnir í neysluvenjum landsmanna, en segir þó engan veginn alla söguna. Miklu máli skiptir að hve miklu leyti úrgangur er endurnýttur og hvernig hann er meðhöndlaður. 

Enn er talsverður hluti úrgangs á Íslandi urðaður, en hlutfall endurnýtingar hefur þó aukist verulega. Förgun úrgangs með urðun eða brennslu án orkunýtingar er neyðarúrræði í umhverfislegu tilliti, enda felur förgunin í sér ákveðna uppgjöf við að nýta hráefnin og orkuna sem fólgin eru í úrganginum.

Heimild: Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands, Landshagir.

Graf fyrir meðhöndlun á úrgangi