Vatnshlotavefsjá

Vatnshlotavefsjá er eitt helsta verkfæri sem nota á við framkvæmd laga um stjórn vatnamála (lög nr. 36/2011). Vefsjánni er ætlað að gegna tvíþættu hlutverki þar sem stjórnsýslu- og fagaðilar geta fært inn upplýsingar um ástand vatns og almenningur og hagsmunaaðilar geta nálgast sömu upplýsingar á einfaldan og gagnsæjan hátt. Veðurstofa Íslands sá um uppsetningu vefsjárinnar. 

Í þessari fyrstu útgáfu vefsjárinnar er hægt að skoða eftirfarandi gögn og upplýsingar:

  • Vatnshlot og vatnshlotaflokka
  • Stjórn vatnamála og svæði
  • Eftirlit og vöktun 
  • Eiginleikagreiningu vatnshlota 
  • Náttúrufar og landgerð 
  • Bakgrunnskort 

Ávallt er reynt að sýna nýjustu upplýsingar og/eða gögn í Vatnshlotavefsjánni. Ef notendur verða hins vegar varir við villur eða vilja koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum varðandi innihald vefsjárinnar eru þeir hvattir til þess að nýta sér ábendingakerfi Umhverfisstofnunar á vefsvæði stjórnar vatnamála.

Vefsjánni fylgja leiðbeiningar á formi notendahandbókar sem notendur eru hvattir til að kynna sér þegar kortasjáin er notuð í fyrsta sinn. Til þess að geta notað vefsjána þarf Microsoft Silverlight að vera uppsett á tölvu notandans (sjá nánar í notendahandbók).