Vegvísir fyrir skráningarskyldu skv. REACH

Áður en heimilt er að setja efni á markað í ESB/EES þurfa þau að vera skráð hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Í skráningu felst að skjalfesta eiginleika efnanna og sýna hvernig hægt er að meðhöndla þau á öruggan hátt fyrir heilsu og umhverfi.

Vegvísinum hér að neðan er ætlað að auðvelda framleiðendum og innflytjendum efnavara á Íslandi að meta hvernig þeir standa gagnvart skráningarskyldu REACH. Athugaðu að hann segir ekki til um aðrar skyldur skv. REACH né heldur skyldur skv. öðrum reglugerðum sem settar eru á forsendum efnalaga.

Ætlar þú að framleiða eða flytja inn efni?

Hvað ætlar þú að framleiða?

Þú þarft að skrá

Meginreglan er sú að framleiðendur efna þurfa að skrá sína framleiðslu hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Í undantekingartilfellum getur verið um að ræða efni sem eru undanþegin skráningarskyldu.

Þarf að skrá efnið mitt? - upplýsingar á vef ECHA.

Fer mín framleiðsla yfir eitt tonn á ári?

Skráningarskyldan í REACH kemur til þegar árlegt magn hvers framleidds efnis er eitt tonn eða meira. Magnið sem framleitt er ákvarðar hversu ítarlegum gögnum þú þarft að skila og hvaða kostnaður fylgir skráningunni. Skráningargjöld sem greiðast til Efnastofnunar Evrópu eru sett fram í reglugerð (EB) nr. 340/2008 með síðari breytingum en skráningu getur líka fylgt ýmis annar kostnaður.

Ef einhver hluti efnisins er framleiddur sem einangrað milliefni og notað við nákvæmlega stýrð skilyrði (e. strictly controlled conditions) þarf að skrá þann hluta sérstaklega.

Næ ég eins tonns þröskuldinum? - upplýsingar á vef ECHA

Meiri upplýsingar

Nánar um skráningarskyldu á vef ECHA

Nánar um skráningu á vef Umhverfisstofunar.

Hvaðan koma efnin í blönduna?

Þú þarft að skrá

Meginreglan er sú að framleiðendur efna þurfa að skrá sína framleiðslu hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Í undantekingartilfellum getur verið um að ræða efni sem eru undanþegin skráningarskyldu.

Þarf að skrá efnið mitt? - upplýsingar á vef ECHA.

Fer mín framleiðsla yfir eitt tonn á ári?

Skráningarskyldan í REACH kemur til þegar árlegt magn hvers framleidds efnis er eitt tonn eða meira. Magnið sem framleitt er ákvarðar hversu ítarlegum gögnum þú þarft að skila og hvaða kostnaður fylgir skráningunni. Skráningargjöld sem greiðast til Efnastofnunar Evrópu eru sett fram í reglugerð (EB) nr. 340/2008 með síðari breytingum en skráningu getur líka fylgt ýmis annar kostnaður.

Ef einhver hluti efnisins er framleiddur sem einangrað milliefni og notað við nákvæmlega stýrð skilyrði (e. strictly controlled conditions) þarf að skrá þann hluta sérstaklega.

Næ ég eins tonns þröskuldinum? - upplýsingar á vef ECHA

Meiri upplýsingar

Nánar um skráningarskyldu á vef ECHA

Nánar um skráningu á vef Umhverfisstofunar.

Hvaðan kaupir þú efnin?

Þú þarft ekki að skrá

Þegar þú kaupir efnavörur frá öðrum löndum í ESB/EES á skráningu efnanna að vera lokið þar sem efnið er þegar komið á markað innan svæðisins. Það er þannig á ábyrgð þess sem setti efnið á markað innan ESB/EES að skrá. Það er hins vegar ráðlegt að fá staðfestingu frá þínum birgjum á að efnin hafi verið skráð í samræmi við REACH.

Þú þarft að skrá

Ef þú ætlar að búa til efnablöndu sem samanstendur af einu eða fleiri efnum, sem keypt eru frá löndum utan ESB/EES, er meginreglan sú að skrá verður efnin hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Í undantekingartilfellum getur verið um að ræða efni sem eru undanþegin skráningarskyldu.

Þarf að skrá efnið mitt? - upplýsingar á vef ECHA.

Fer innflutningur minn yfir eitt tonn á ári?

Skráningarskyldan í REACH kemur til þegar árlegt magn hvers efnis sem flutt er inn, eitt sér eða í blöndu af nokkrum efnum, er eitt tonn eða meira. Ef þú færð sama efni frá nokkrum birgjum verður þú að skrá heildarmagn efnisins. Ef þú kaupir efnið frá birgjum bæði innan ESB/EES og utan ESB/EES þarft þú aðeins að skrá þann hluta efnisins sem keyptur er frá birgjum utan ESB/EES.

Athugaðu að ef einhver hluti efnis er framleiddur sem einangrað milliefni og notað við nákvæmlega stýrð skilyrði (e. strictly controlled conditions) þarf að skrá þann hluta sérstaklega.

Magnið sem framleitt er ákvarðar hversu ítarlegum gögnum þú þarft að skila og hvaða kostnaður fylgir skráningunni. Skráningargjöld sem greiðast til Efnastofnunar Evrópu eru sett fram í reglugerð (EB) nr. 340/2008 með síðari breytingum en skráningu getur líka fylgt ýmis annar kostnaður.

Næ ég eins tonns þröskuldinum? - upplýsingar á vef ECHA

Hefur erlendi birgirinn skipað sinn eina fulltrúa (e. only representative)?

Sumir birgjar utan ESB/EES hafa farið þá leið að skipa sinn eina fulltrúa sem sér þá um skráningu þeirra efna í Evrópu. Ef birgirinn sem þú verslar við hefur skipað slíkan eina fulltrúa til að sjá um skráningu á sínum efnum getur þú sloppið við að skrá þau efni ef þú færð staðfestingu frá eina fulltrúanum á að það magn sem þú flytur inn falli undir skráningu í hans umsjón.

Meiri upplýsingar

Nánar um skráningarskyldu á vef ECHA

Nánar um skráningu á vef Umhverfisstofunar.

Hvaðan flytur þú inn efnið?

Þú þarft ekki að skrá

Þegar þú kaupir efnavörur frá öðrum löndum í ESB/EES á skráningu efnanna að vera lokið þar sem efnið er þegar komið á markað innan svæðisins. Það er þannig á ábyrgð þess sem setti efnið á markað innan ESB/EES að skrá. Það er hins vegar ráðlegt að fá staðfestingu frá þínum birgjum á að efnin hafi verið skráð í samræmi við REACH.

Þú þarft að skrá

Ef þú ætlar að kaupa efni frá löndum utan ESB/EES, er meginreglan sú að skrá verður efnin hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Í undantekingartilfellum getur verið um að ræða efni sem eru undanþegin skráningarskyldu.

Þarf að skrá efnið mitt? - upplýsingar á vef ECHA.

Fer innflutningur minn yfir eitt tonn á ári?

Skráningarskyldan í REACH kemur til þegar árlegt magn hvers efnis sem flutt er inn, eitt sér eða í blöndu af nokkrum efnum, er eitt tonn eða meira. Ef þú færð sama efni frá nokkrum birgjum verður þú að skrá heildarmagn efnisins. Ef þú kaupir efnið frá birgjum bæði innan ESB/EES og utan ESB/EES þarft þú aðeins að skrá þann hluta efnisins sem keyptur er frá birgjum utan ESB/EES.

Athugaðu að ef einhver hluti efnis er framleiddur sem einangrað milliefni og notað við nákvæmlega stýrð skilyrði (e. strictly controlled conditions) þarf að skrá þann hluta sérstaklega.

Magnið sem framleitt er ákvarðar hversu ítarlegum gögnum þú þarft að skila og hvaða kostnaður fylgir skráningunni. Skráningargjöld sem greiðast til Efnastofnunar Evrópu eru sett fram í reglugerð (EB) nr. 340/2008 með síðari breytingum en skráningu getur líka fylgt ýmis annar kostnaður.

Næ ég eins tonns þröskuldinum? - upplýsingar á vef ECHA

Hefur erlendi birgirinn skipað sinn eina fulltrúa (e. only representative)?

Sumir birgjar utan ESB/EES hafa farið þá leið að skipa sinn eina fulltrúa sem sér þá um skráningu þeirra efna í Evrópu. Ef birgirinn sem þú verslar við hefur skipað slíkan eina fulltrúa sleppur þú við að skrá efnið ef þú færð staðfestingu frá eina fulltrúanum á að það magn sem þú flytur inn falli undir skráningu í hans umsjón.

Meiri upplýsingar

Nánar um skráningarskyldu á vef ECHA

Nánar um skráningu á vef Umhverfisstofunar.