Umhverfistofnun - Logo

Garðahraun í Garðabæ

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu og stækkun fólkvangsins í Garðahrauni efra, Garðahrauni neðra, Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Garðabæjar, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow, Minjastofnunar Íslands og  umhverfis- og auðlindaráðneytisins.  

Markmið með friðlýsingunni er að tryggja aðgengi almennings að náttúru svæðisins til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í þéttbýli. Markmið friðlýsingarinnar er jafnframt að vernda jarðmyndanir sem eru fágætar á heimsvísu, náttúrulegt gróðurfar og dýralíf. Með friðlýsingunni er stuðlað að eflingu lífsgæða í sveitarfélaginu með því að tryggja möguleika til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í náttúrulegu umhverfi. Með vernduninni skal tryggt að jarð- og hraunmyndum, náttúrulegu gróðurfari, fuglalífi og menningarlegu gildi verði ekki spillt og einkenni þess og sérkenni varðveitt. 

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 24. júlí 2021. Ábendingum og athugasemdum má skila inn á formi hér fyrir neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012. 

Frekari upplýsingar um málið veita Ingibjörg M. Bjarnadóttir (ingibjorgb@ust.is) og René Biasone (rene@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000. 

Tengd skjöl: 

Tillaga að auglýsingu
Kort
Hnitaskrá

Senda ábendingu

Upplýsingar

Skrár