Umhverfistofnun - Logo

Stefnumót við náttúruna

Vissir þú að á Íslandi eru rúmlega 120 svæði sem eru friðlýst? Þetta eru t.d. þjóðgarðar, fólkvangar, friðlönd, náttúruvætti og landslagsverndarsvæði sem eru vítt og breitt um landið. Mörg þessara friðlýstu svæða eru tilvalin til útivistar og heilsueflingar, með góða innviði og landverði sem taka vel á móti gestum.  

Landverðir Umhverfisstofnunar bjóða upp á fjölbreytta fræðsludagskrá um land allt yfir sumartímann. Dagskráin er aðgengileg hér og á samfélagsmiðlum Umhverfisstofnunar Facebook og Instagram. Dagskráin er ávalt fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fræðslugöngurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá sig sérstaklega í þær heldur nægir að mæta á staðinn á auglýstum tíma.

Reglur varðandi umgengni um náttúru Íslands má finna hér.

Nánari upplýsingar í síma 591-2000 eða á ust@ust.is