Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Hann er um 170 km2 að stærð og fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er opinn allt árið. Gestastofa þjóðgarðsins er við Malarrif. Þar er upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins og áhugaverð náttúru- og verminjasýning. Reynt er að höfða til allra aldurshópa.

Opnunartími Gestastofu sumarið 2020

11:00 – 17:00 á virkum dögum
10:00 – 17:00 um helgar

Vetraropnun tekur við í október.