Umhverfistofnun - Logo

Ströndin við Stapa og Hellna

Umhverfisstofnun í samstarfi við Snæfellsbæ, fulltrúa landeigenda og hagsmunaaðila hefur verið að vinna að gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlandið ströndina við Stapa og Hellna og náttúruvættið Bárðarlaug. Vinnu við Bárðarlaug er lokið en gerð áætlunar fyrir Stapa og Hellna hefur tafist. Hér eru uppfærðar upplýsingar vegna þeirrar vinnu.

Friðlandið ströndin við Stapa og Hellna er klettótt og myndræn strandlengja þar sem loftið ymur af svarrandi hafi í bland við kvak bjargfugla. Margar fagrar og sérkennilegar bergmyndanir sem mótast hafa af briminu eru meðfram ströndinni. Ströndin var fyrrum mikil verstöð enda gott lægi þar fyrir báta. Á þeim tíma var talsverð byggð á svæðinu og verslunarstaður. Ströndin var friðlýst sem friðland árið 1979 og er 134,4 ha að stærð.

Hér að neðan eru verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun fyrir verkefnið. Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði tilbúin í september 2020.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir,  
gudbjorg@umhverfisstofnun.is

Tengd skjöl:
Verk- og tímaáætlun fyrir ströndina við Stapa og Hellna
Samráðsáætlun