Viðurkenning fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir

Samþykkt hefur verið að setja á fót viðurkenningu í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aðgerðaráætlun í plastmálefnum.

Viðurkenningin verður veitt næstu þrjú árin og er ætlað að draga fram það sem vel er gert varðandi plastlausar lausnir og veita nýsköpun aukinn slagkraft.

Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir tilnefningum í vor 2019 og verður viðurkenningin síðan veitt í tengslum við Plastlausan september. Mat á þáttum sem viðurkenningarhafar þurfa að uppfylla verða kynnt síðar.

Nánari upplýsingar verða kynntar hér á síðunni þegar nær dregur. Fyrir frekari upplýsingar eða ábendingar um tilnefningar er hægt að hafa samband við Umhverfisstofnun, ust@ust.is 

Aðgerð 5: Viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir.
Markmið: Að draga fram það sem vel er gert varðandi plastlausar lausnir og veita nýsköpun aukinn slagkraft.

Lýsing: Mikil vitundarvakning hefur orðið varðandi mikilvægi þess að draga úr plastnotkun, ekki síst hvað varðar umbúðaplast. Til að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar er lagt til að viðurkenning ráðherra verði veitt árlega í þrjú ár fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Öllum sem vilja verði boðið að tilnefna fyrirtæki, framleiðendur, einstaklinga eða eftir atvikum aðra og dómnefnd veiti síðan viðurkenningu fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði kynnt vel og kallað eftir tilnefningum frá sem flestum. Mögulegt væri að sameina viðurkenninguna öðrum viðburðum, eins og t.d. ráðstefnu, málþingi eða verkefnum eins og Plastlausum september.

Mynd af Wikimedia Commons

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira