Stök frétt

Hráefni:
1 stk Innanlæri hreindýr
5-6 greinar garðablóðberg
ca 30 rifsber
ca 10 stk einiber
ca 2 msk ferskt rósmarín

Sósa.
ca 280gr af þurrkuðum villisveppum (1 poki)
1-2 skallottulaukur
1 1/2 dl portvín
3 dl villibráðarsoð
1-3 dl rjómi
títuberjarsulta
gráðostur (hann er saltur og of mikið getur gert sósu of salta).

Eplasalat
2 stk epli græn
2 dl rjómi
ca 2 stilka sellerí
dass sykur
vínber
ca 2 msk möndlur

Aðferð:
Kjötið brúnað á pönnu og kryddað með salti og pipar restin af kryddinu er sett á pönnuna. Kjötið er sett í eldfast mót, ca 5-6 greinar af garðablóðbergi er sett í kringum og ofan á kjötið. Rósmarínið er sétt í mótið ásamt rifsberjum og einiberjum. (Best er að setja kjötið inn í ofninn í ca 20 mín, (kjarnhiti 54) látið svo á) Setjið inn í 180° heitan ofninn. Látið svo kjötið standa í 10 mín áður en það er skorið.

Setjið sveppina í bleyti. Saxið laukinn mjög smátt og steikið í olíu, hellið púrtvíni og soði saman við og sjóðið niður um helming setjið sveppina saman við ásamt rjómanum, sjóðið mjög rólega í ca 5 mín og kryddið með salti og pipar. Gott er að láta sósuna standa í svona ca 10-15 mín til að fá meiri kraft úr sveppunum. Áður en sósan er borin fram er hún hituð aftur upp, setjið þá sultu og gráðost saman við eftir smekk og smakkið til. Þykkið með maisenamjöli ef vill.

Rjóminn léttþeyttur, selleríið er skorið mjög smátt niður í sneiðar. Vínberin eru skorin í tvennt og steinhreinsuð. Eplin eru skorin niður smátt, öllu er blandað saman og sett í kæli.

Kartöflur eru skornar niður í teningar og steiktar upp úr olíu og kryddaðar með garðablóðbergi og salti og pipar.

Ef þú ert með hreindýravöðva t.d. hryggvöðva eða góðan innanlærisvöðva er að mínu mati best að skera kjötið í steikur og léttsteikja á pönnu. Síðan, ef þú vilt ekki hafa mikið blóð í steikunum, er gott að setja steikurnar í 160 gráðu heitan ofn í 10-12 mínútur. Hreindýrakjöt er yfirleitt mjög meyrt og gott ef það er rétt meðhöndlað frá byrjun. Sumir bitar eru þó alltaf eitthvað seigir og henta þá best í gúllas og hakk.