Stök frétt

Umhverfisstofnun verður með kynningu á flokkun og merkingu efnablandna samkvæmt CLP reglugerð þann 27. mars 2015. Kynningin er liður í því að undirbúa íslensk fyrirtæki undir þær breytingar sem verða á reglum um flokkun og merkingu efnablandna þann 1. júní nk. Farið verður yfir grundvallaratriði í flokkun og merkingu efnablandna eins og hvernig megi finna og nota hættumerki og hættu- og varnaðarsetningar, hvernig nálgast megi upplýsingar um innihaldsefni efnablandna og einföld dæmi sýnd. 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Umhverfisstofnun, 5. hæð, að Suðurlandsbraut 24 þann 27. mars kl. 13:15. Boðið verður upp á að taka þátt í fundinum í gegnum síma/fjarfund. 

Dagskrá: 

  • Flokkun og merking efna og efnablandna - ábyrgð fyrirtækja
    Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, teymisstjóri 
  • Flokkun og merking efnablandna samkvæmt CLP
    Haukur R. Magnússon, sérfræðingur 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á ust@ust.is fyrir lok dags 20. mars og látið koma fram hvort viðkomandi hyggist sitja fundinn sjálfan eða taka þátt í gegnum síma/fjarfund. 

Nánari upplýsingar veitir Haukur R. Magnússon.