Umhverfisstefna

Stefna Umhverfisstofnunar er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. 

Markmiðið er að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Stofnunin mun leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku sinni og þjónustu. 

Umhverfisstofnun mun tryggja að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hennar sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar. Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri starfsemi stofnunarinnar. 

Umhverfisstofnun mun vinna samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001 og ISO 14 001.

Markmið Umhverfisstofnunar í umhverfismálum

  • Umhverfisstofnun fylgir Grænum skrefum.
  • Innkaup stofnunarinnar verði byggð á stefnu ríkisins um vistvæn innkaup. Umhverfismerktar vörur og þjónusta verða valin umfram aðrar. 
  • Neikvæð umhverfisáhrif vegna notkunar á samgöngutækjum á vegum Umhverfisstofnunar verði lágmörkuð. Notkun á hráefnum, orku og vatni sömuleiðis. Árlega verður birt endurskoðað grænt bókhald stofnunarinnar hér á vefnum.
  • Endurnýtanlegur úrgangur verði flokkaður og skilað til endurnýtingar.
  • Spilliefnum verði skilað til viðurkenndra móttökuaðila. 
  • Fræðsla til starfsfólks um umhverfismál og innra umhverfisstarf verði aukin. Starfsfólk verði hvatt til þess að tileinka sér vistvænan lífsstíl.

 

 Umhverfisskýrslur