05.08.2014 13:46

Fjármál


Heildarvelta Umhverfisstofnunar er samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2013 um 1.203 milljónir króna. Sértekjur stofnunarinnar eru um 166 milljónir króna, markaðar tekjur eru um 180 milljónir króna og aðrar rekstrartekjur eru um 34 milljónir króna. 

Gjöld stofnunarinnar skiptast þannig að laun og launatengd gjöld eru langstærsti kostnaðarliðurinn eða 47,2%. Þar á eftir koma aðkeypt þjónusta (15,7%), tilfærslur (13,6%), og húsnæðiskostnaður (13,4%). Tilfærslur eru að langmestu leyti greiðslur til landeigenda vegna arðs af hreindýraveiðum, styrkir úr veiðikortasjóði og endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refa- og minkaveiða. 

Gjöldin hækka nokkuð milli ára og skýrist það að mestu leyti af verðlagsbreytingum og samningsbundnum launahækkunum. Ennfremur jukust framlög til framkvæmda á friðlýstum svæðum. 

Tekjur hækka nokkuð milli ára og skýrist það að mestu af innheimtu krafna frá árinu 2012 auk gjaldskrárhækkana.


Tekjuafgangur árins er óvenju hár og skýrist það að mestu af þrennu: Í fyrsta lagi frestun verkefna við framkvæmdir á friðlýstum svæðum vegna tímafreks undirbúnings, s.s. deiliskipulags. Í öðru lagi frestun verkefnis um refaveiðar vegna undirbúnings og skipulagningar verkefnisins. Þessir tveir liðir skýra um 90 m.kr. af tekjuafganginum. Í þriðja lagi var í rekstraráætlun gert ráð fyrir um 30 m.kr. afgangi til að rétta af stöðu stofnunarinnar. Reyndin varð sú að afgangurinn varð um 38,5 m.kr. 

Geta ber þess að uppgjörið sýnir ekki raunsanna mynd af stöðu stofnunarinnar að því leyti að höfuðstóll sem fluttur er milli ára inniheldur ýmis verkefni sem frestað hefur verið þó svo fjárveitingar til þeirra séu að nokkru komnar fram. Má þar m.a. nefna 11 milljónir króna vegna undirbúnings byggingar gestastofu í Snæfellsjökulsþjóðgarði, 20 

milljónir króna vegna undirbúnings opnunar Hornstrandastofu og 16 milljónir króna vegna undirbúnings opnunar Látrastofu. 

Á meðfylgjandi skífuriti má sjá skiptingu gjalda ársins 2013 á rekstrarliðum Umhverfisstofnunar.

Pistill úr ársskýrslu Umhverfisstofnunar 2013

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira