Pistlar og greinar

Grænt Samfélag

Umhverfisstofnun vill taka skref í átt að grænu samfélagi með áherslu á græna nýsköpun. Stofnunin fagnar nýrri stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem samþykkt var á árinu, en umfang innkaupa ríkisins er um 150 milljarðar og með kaupmætti sínum og eftirspurn getur ríkið haft gríðarleg áhrif á þróun á markaði, á vöru- og þjónustuframboð og verið drifkaftur nýsköpunar. Nánar ...

Samþætting og eftirfylgni

Við viljum tryggja bætta framkvæmd laga og reglna á umhverfissviði með markvissara eftirliti og eftirfylgni. Áhersla verður á samvinnu við hagsmunaaðila og bætta þjónustu. Jákvæðar og hvetjandi aðgerðir notaðar til að fá atvinnulíf og sveitarfélög til að sinna sínum skyldum af ábyrgð.Nánar ...

Leiðandi stofnun

Á árinu var sett fram ný upplýsingastefna sem m.a. annars fól í sér hvernig samfélagsmiðlar skulu notaðir í náinni framtíð hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin leggur sem áður ríka áherslu á opna og gegnsæja stjórnsýslu og birta sem mest af gögnum á vefsvæði stofnunarinnar.Nánar ...

Horfum á árangur

Skýrsla ársins 2013 er sú fyrsta á nýju fimm ára áætlunartímabili þar sem gerð eru upp ný markmið. Gerðar voru nokkrar breytingar á skipulagi stofnunarinnar á árinu þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu. Við höfum trú á því að teymisfyrirkomulagið leysi ýmis vandamál eins og að málaflokkar séu ekki háðir þekkingu eins starfsmanns og að þekking glatist ekki þegar starfsmenn hætti. Þá vonumst við til að með auknum samskiptum og samvinnu aukist starfsánægja og þróun í okkar verkum. Nánar ...

Kvikasilfur

Einstæðir eiginleikar kvikasilfurs hafa verið færðir í margvísleg not í gegnum aldirnar. Það er allt frá því að mæla hina ýmsu eðliseiginleika í umhverfinu til læknisfræðilegrar meðferðar og hefur kvikasilfur og ýmis efnasambönd þess þótt ómissandi þrátt fyrir hin kunnu eiturhrif.Nánar ...

Sjálfboðaliðar í náttúruvernd

Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða.Nánar ...

HCB og flugeldar

Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í nokkrum Evrópuríkjum kom í ljós að hluti þeirra innihaldi þrávirka efnið hexaklórbensen (HCB) sem hefur um langt skeið verið bannað vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem það hefur á umhverfið og heilsu manna. Nú hafa slíkar mælingar verið framkvæmdar fyrir Umhverfisstofnun þar sem í ljós kom að efnið er ekki að finna í verulegum mæli í flugeldum og skotkökum sem voru á markaði hér fyrir síðustu áramót. Nánar ...

25 ár frá undirritun Montreal bókunar

Þann 16. september 2012 verða liðin 25 ár frá gildistöku Montreal bókunarinnar um viðskipti með ósoneyðandi efni.Nánar ...

Náttúruvernd og ósnortin landssvæði

Ein mestu verðmæti sem við eigum eru ósnortin landssvæði en þeim hefur fækkað gríðarlega á jörðinni síðastliðin 100 ár og fækkar enn. Í því ljósi er mikilvægt að við reynum eftir fremsta megni að skipuleggja nýjar framkvæmdir á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað og forðast í lengstu lög að hrófla við þeim sem eru ósnortin.Nánar ...

Frá forstjóra

Inngangur Kristínar Lindu Árnadóttur, forstjóra umhverfisstofnunar, í Ársskýrslu Umhverfisstofnunar 2011Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira