Pistlar og greinar

Mannauðsmál

Í lok árs voru starfsmenn Umhverfisstofnunar 77 talsins, 42 konur og 35 karlar. Að auki bættist við sumarstarfsfólk, 19 starfsmenn í störf landvarða, 9 konur og 10 karlar og 8 starfsmenn í átaksstörf með sérstöku fjármagni frá félagsmálaráðuneytinu, 3 konur og 5 karlar. Starfsmannavelta á árinu var 10%. Nánar ...

Áfram stefnt að meiri gæðum

Mikilvægum áfanga var náð á árinu í gæðamálum. Umhverfisstofnun fékk tvö gæðakerfi vottuð: umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001 og gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001. Vottunin var framkvæmd af faggiltri vottunarstofu. Nánar ...

Málaflokkur loftslagsmála efldur

Umhverfisstofnun gegnir lykilhlutverki í utanumhaldi og eftirliti með losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stofnunin hefur um margra ára skeið safnað saman upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi og árlega skilað þar um gögnum og skýrslu til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC). Nánar ...

Samræming innan Evrópu

Ein af grundvallarforsendum þess að markmið REACH náist er að framkvæmd reglugerðarinnar sé samræmd á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Með samræmdri framkvæmd er stuðlað að jafnræði á markaði, þ.e. að sömu kröfur séu gerðar til sams konar fyrirtækja á öllu svæðinu. Nánar ...

Er andrúmsloftið náttúruauðlind?

Andrúmsloftið er ef til vill ekki það fyrsta sem fólki kemur til hugar þegar rætt er um náttúruauðlindir. Nýting þess lýtur að ýmsu leyti öðrum lögmálum en nýting hefðbundinna auðlinda, svo sem dýrastofna, jarðefna, fallvatna og jarðhita.Nánar ...

Flug og viðskiptakerfi ESB

Frá og með 1. janúar 2012 er flugstarfsemi innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) með tilskipun 2008/101/EB. Með innleiðingu kerfisins er stefnt að 3% samdrætti í losun koldíoxíðs frá flugi árið 2012 og 5% samdrætti á tímabilinu 2013-2020, miðað við tímabilið 2004-2006. Nánar ...

Iðnaður og viðskiptakerfi ESB

Gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) var rýmkað umtalsvert með tilskipun 2009/29/EB. Breytingin er þýðingarmikil fyrir Ísland því að hún felur m.a. í sér að losun koldíoxíðs og flúorkolefna (PFC) frá álframleiðslu og losun koldíoxíðs frá járnblendiframleiðslu mun heyra undir kerfið og vera háð losunarheimildum frá 1. janúar 2013. Nánar ...

Skráningarkerfi losunarheimilda

Fram til þessa hefur skráningarkerfi losunarheimilda verið rekið af Umhverfisstofnun skv. kröfum Kýótóbókunarinnar. Á grundvelli íslenska ákvæðisins og vegna þeirrar staðreyndar að iðnaðarstarfsemi á Íslandi hefur verið undanþegin tilskipun 2003/87/EB er aðgangur að þessu kerfi ekki opinn íslenskum fyrirækjum né einstaklingum.Nánar ...

Losun gróðurhúsalofttegunda

Ísland er skuldbundið til þess að halda sig innan tiltekinna marka varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Á fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó- bókunarinnar frá 2008 til 2012 nema losunarheimildir Íslands rúmlega 18,5 milljónum tonna CO2-ígilda. Nánar ...

Úttekt á losunarbókhaldi

Ár hvert ber iðnríkjum sem eru aðilar að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) að skila ítarlegum upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu þeirra, um landskerfi sem ríkin hafa komið upp til að annast framkvæmd bókhaldsins, sem og um þróun og horfur á að ríkin standist skuldbindingar sínar skv. samningnum og Kýótó-bókuninni. Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira