Pistlar og greinar

Eldgos í Grímsvötnum og nýr svifryksmælir

Þann 21. maí hófst með skömmum fyrirvara mjög öflugt eldgos í Grímsvötnum. Þetta gos var mun öflugra en hefðbundin Grímsvatnagos og fljótlega var komin upp svipuð staða eins og í Eyjafjallajökulsgosinu, þ.e. mikið og þétt öskufall í byggð og skyggni sums staðar nánast ekkert. Nánar ...

Efnagreining á innihaldi flugelda

Eftir að fréttir bárust um að þrávirka efnið hexaklórbensen (HCB) hefði mælst í flugeldum í Danmörku og víðar, var sú ákvörðun tekin að ráðast í efnagreiningu á HCB í flugeldum sem fluttir voru til landsins fyrir síðustu áramót.Nánar ...

Andrúmsloft á gamlárskvöld

Svifryksmengun á gamlárskvöld hefur verið fréttaefni um áramót í mörg ár. Ástæðan er augljós mengun sem jafnvel hefur orðið það mikil í hægu veðri að skyggni hefur orðið takmarkað vegna reyks. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er afar greinilegur svifrykstoppur í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri um áramótin undanfarin ár þó hann sé nokkuð mishár.Nánar ...

Áramótabrennur

Um áramótin 2011-2012 var gerð könnun á því hve mikið magn væri sett á brennu á landinu um hver áramót. Ástæða þess að farið var í þessa könnun er tvíþætt og tengist í báðum tilfellum hlutverki Umhverfisstofnunar við að meta losun mengandi efna á Íslandi. Nánar ...

Útstreymisbókhald

Útstreymisbókhaldi fyrirtækja er safnað af Umhverfisstofnun og skilað inn í evrópskt skráningarkerfi fyrir losun og flutning mengandi efna. Samkvæmt reglugerð um útstreymisbókhald þurfa ákveðin fyrirtæki að gera grein fyrir losun 91 mengandi efna ef losun þeirra fer yfir ákveðin mörk. Nánar ...

Grænt bókhald

Fyrsta bókhaldsárið fyrir grænt bókhald var 2003 og síðan þá hefur Umhverfisstofnun birt grænt bókhald þeirra fyrirtækja sem þurfa standa skil á því. Í grænu bókhaldi á að koma fram helsta notkun á hráefnum, orku og vatni ásamt helstu tegundum og magni mengandi efna. Nánar ...

Losun þrávirkra lífrænna efna

Þrávirk lífræn efni eiga það sameiginlegt að geta borist langar leiðir með vindum og sjávarstraumum og safnast að lokum fyrir á norðlægum slóðum þar sem þau berast í fæðukeðjuna. Þau bindast fituvef dýra og magnast því upp alla fæðukeðjuna. Nánar ...

REACH og samræming efnavörueftirlits

REACH-reglugerðin um skráningu, mat og leyfisveitingar efna nær yfir öll efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni sem eru framleidd eða markaðssett innan evrópska efnahagssvæðisins, með ákveðnum undantekningum þó. Nánar ...

Samræming efnavörueftirlits á Íslandi

Á Íslandi fer heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna (HES) með framkvæmd efnavörueftirlits og er Umhverfisstofnun fræðslu- og samræmingaraðili. Tíu heilbrigðiseftirlitssvæði eru á landinu og hefur megináhersla verið lögð á eftirlit með merkingum vara undanfarin ár. Nánar ...

Falsaðar snyrtivörur

Viðskipti með falsaðan varning eru umfangsmikil um allan heim. Um alls kyns vörur er að ræða eins og t.d. föt, tónlist, lyf, leikföng og snyrtivörur. Erfitt er að stemma stigu við þessu því þegar varan er komin í smásölu getur verið erfitt að sjá hvort hún sé fölsuð eða ekta. Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira