Pistlar og greinar

Kynning á nýjum Evrópugerðum um plöntuvarnarefni

Nú líður senn að því að innleiddar verði hér á landi nýjar Evrópugerðir um plöntuvarnarefni. Um er að ræða reglugerð um markaðssetningu plöntuvarnarefna og tilskipun um sjálfbæra notkun varnarefna. Nánar ...

Nýjar merkingar efna og efnablandna

Senn er von á nýrri reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Með reglugerðinni verður komið á nýju kerfi um flokkun og merkingu efna og efnablandna á heimsvísu. Nánar ...

Borgarafundir um díoxín

Í kjölfar þess að díoxín mældist við aðgerðarmörk í mjólk frá búfé í Skutulsfirði, ákvað Umhverfisstofnun, í samstarfi við sóttvarnarlækni og Matvælastofnun, að halda borgarafundi á þeim stöðum þar sem eldri sorpbrennslur voru með starfsemi. Haldnir voru þrír borgarafundir, á Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Markmið fundanna var að miðla upplýsingum beint til heimamanna og gefa þeim færi á að spyrja spurninga. Nánar ...

Grænn.is

Umhverfisstofnun vill koma upplýsingum til almennings um neytendamál og stuðla þannig að því að hver og einn geti tekið upplýsta ákvörðum sem neytandi. Til að vinna að þessu markmiði var stofnað nýtt, þverfaglegt teymi um neytendamál innan stofnunarinnar í byrjun árs.Nánar ...

Nýr vefur, nýjar upplýsingar

Á ársfundi Umhverfisstofnunar á árinu var opnaður nýr vefur stofnunarinnar á umhverfisstofnun.is. Undirbúningur að nýja vefnum hafði staðið yfir að meira og minna leyti frá byrjun árs 2009. Vinna við gerð vefsins hófst á seinni hluta árs 2010 en stærstur hluti vinnunnar var unninn í byrjun árs 2011. Nánar ...

Ársfundur

Ársfundur Umhverfisstofnunar var haldinn þann 25. mars. Á fundinum voru flutt fjölmörg stutt og áhugaverð erindi um starfsemi stofnunarinnar, nýr vefur var opnaður, ráðherra flutti ávarp og einnig fluttu erindi fulltrúar almennings og atvinnulífs. Fjölmenni var á fundinum sem sendur var út beint á vefnum, á umhverfisstofnun.is.Nánar ...

Loftgæðaeiningar

Umhverfisstofnun útbjó á árinu vefeiningu sem sýnir loftgæði svifryks á þeim stöðum sem mælt er á landinu. Einingin uppfærir sig sjálfkrafa, sýnir styrk mælinganna og gefur til kynna hvort loftgæði séu góð, miðlungs eða slæm.Nánar ...

Merkingar sund- og baðstaða

Ný reglugerð um öryggi á sund- og baðstöðum tók gildi um áramótin 2011. Reglugerðin byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í reglugerðinni eru gerðar ítarlegri kröfur um öryggi gesta en voru í eldri reglugerð.Nánar ...

Sigríðarstígur

Talið er sennilegt að Gullfoss hafi hlotið nafn sitt vegna þess að oft falli gullinn kvöldroði á jökulvatnið. Önnur kenning er sú að regnboginn, sem oft sést í sólskini í vatnsúðanum frá fossinum, hafi orðið kveikja að nafngiftinni.Nánar ...

Umhverfismengun á Íslandi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, setti ráðstefnu um umhverfismengun á Íslandi, sem haldin var þann 25. febrúar. Skipulagning ráðstefnunnar var samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar, Háskóla Íslands, Matís ohf og umhverfisráðuneytisins. Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira