Pistlar og greinar

Varúðarreglan

Mörg umhverfisvandamál eru þess eðlis að erfitt getur reynst að sýna með vísindalegri fullvissu fram á orsök þeirra. Þá kann að vera freistandi fyrir stjórnvöld að aðhafast ekkert, sérstaklega ef mótvægisaðgerðir eru kostnaðarsamar. Nánar ...

Nauðsynlegar framkvæmdir á friðlýstum svæðum

Umhverfisstofnun vann árið 2010, að beiðni umhverfisráðuneytisins, skýrslu þar sem tekinn er saman listi yfir þau svæði sem að mati stofnunarinnar eru undir miklu álagi sem bregðast þurfi við svo þau glati ekki verndargildi sínu. Nánar ...

Náttúruvernd í deiglu

Náttúruvernd á Íslandi er í mikilli deiglu nú um stundir. Í fyrsta lagi er það mat margra að viðhorf almennings til náttúruverndar sé að verða jákvæðara en áður og það sama megi segja um afstöðu stjórnvalda. Með vaxandi ferðamannastraumi eykst m.a. skilningur á því að friðlýsing er ein tegund landnýtingar og oft engu minna verðmæt. Nánar ...

Náttúruverndaráætlun: friðlýsing sem samstarfsverkefni

Náttúruverndaráætlun er afgreidd af Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Sem slík felur hún ekki í sér bindandi ákvörðun um friðlýsingu heldur er nokkurs konar framkvæmdaáætlun þings og umhverfisráðherra.Nánar ...

Verndaráætlun Mývatns og Laxár

Þann 14. maí undirritaði umhverfisráðherra verndaráætlun Mývatns og Laxár 2011-2016 við hátíðlega athöfn í nýrri og glæsilegri sýningu í gestastofu Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. Verndaráætlun fyrir verndarsvæðið Mývatn og Laxá hefur verið í smíðum undanfarin ár og stóðu Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn og Náttúrustofa Norðausturlands að gerð verndaráætlunarinnar ásamt Umhverfisstofnun.Nánar ...

Verkáætlun fyrir verndaráætlun friðlands að Fjallabaki

Eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar er að hafa umsjón með gerð verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í hennar umsjón. Undanfarið hefur verið unnið að stefnumótun um stjórn og verndun friðlýstra svæða í umsjón stofnunarinnar sem ætlað er að vera leiðarljós og stjórntæki varðandi verndun og nýtingu friðlýstra náttúruminja. Nánar ...

Dyrhólaey, framkvæmdir

Árið var viðburðarríkt fyrir friðlandið Dyrhólaey. Í friðlýsingarákvæðum friðlandsins er að finna heimild Umhverfisstofnunar til að loka svæðinu á ákveðnu tímabili og hefur stofnunin nýtt sér það ákvæði undanfarin ár til að vernda fuglalíf í eynni meðan á varpi stendur.Nánar ...

Látrastofa

Árið 2011 var tekin í notkun ný starfstöð og stofnað nýtt stöðugildi sérfræðings fyrir Látrabjarg og friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum. Sérfræðingurinn er staðsettur á Patreksfirði og hefur hann varið fyrsta misserinu í að móta starfið, finna því hentugt húsnæði og kynna það heimamönnum. Nánar ...

Unnið að friðlýsingu Látrabjargs

Í fyrstu náttúruverndaráætlun 2004-2008 var gerð tillaga að friðlýsingu Látrabjargssvæðisins vestan Kleifarheiðar sem þjóðgarðs. Ekkert varð af friðlýsingunni á því tímabili en öll þau svæði sem ekki tókst að friðlýsa á tíma fyrri áætlunar eru í gildandi náttúruverndaráætlun 2009-2013.Nánar ...

Hvítabjörn á Hornströndum

Að morgni 2. maí barst Umhverfisstofnun tilkynning frá Landhelgisgæslunni þess efnis að hvítabjörn hefði sést í Hælavík á Hornströndum. Sett var í gang viðbragðsáætlun við landtöku hvítabjarna sem unnin var í starfshóp sem umhverfisráðherra skipaði eftir landgöngu tveggja hvítabjarna árið 2008.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira