Veiðifrétt

02.09.2020 22:08

3. sept. 2020

Sennilega verður veður ekki gott til veiða í dag. Margir náðu ekki að veiða, fáir hafa enn skráð sig til veiða en bíða átekta. Ívar Karl með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt austan við Mælifell, Jakob Karls með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt vestan við Mælifell, Siggi Aðalsteins með tvo að veiða tarfa og einn að veiða kú á sv. 1, kýrin felld við Mælifell og tafarnir undir myrkur á Arnórsstaðamúla, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 2 fellt Fljótsdalsheiði, Eiður Gísli með einn að veiða tarf á sv 7, fellt í Múladal, Emil Kárason með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Múladal, Sigvaldi með einn að veiða kú á sv. 7, Gunnar Bragi með einn að veiða tarf á sv. 9, fellt Borgarhafnarheiði.
Til baka