Veiðifrétt

29.07.2021 09:25

29. júlí 2021

Það líður að verslunarmannahelgi, oft hafa menn verið lítið á hreindýraveiðum þá helgi þar sem menn hafa haft nóga aðra skemmtun sem menn hafa tekið fram yfir veiðar þá daga. Spurning hvort Covid takmarkanir hafi einhver áhrif nú og menn flykkist til veiða. Byrja má að veiða kýr þann 1. ágúst sem er sunnudagur og þá gæti fjölgað á veiðislóð. Siggi Aðalsteins með einn á sv. 2, fellt við Miðheiðarháls í Klausturselsheiði, Grétar með einn á sv. 2, fellt sunnan við Sandvatn, Sævar með þrjá á sv. 4. Gunnar Bragi með einn á sv. 9, fellt í Hvannadal.
Til baka