Umhverfistofnun - Logo

Upptökupróf

Þeir sem ná ekki 75% eða meira á skotvopna- eða veiðikortaprófi þurfa að endurtaka prófið. Ekki þarf að sækja námskeiðið aftur. Að jafnaði er boðið upp á að taka upptökupróf á starfsstöðvum Umhverfisstofnunar á því tímabili sem námskeiðin eru í gangi, frá maí til júní og aftur ágúst til október, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Fyrsta upptökuprófið er án kostnaðar en eftir það er tekið prófgjald. Mikilvægt er að bóka tíma í upptökupróf í gegnum þjónustuborð Umhverfisstofnunar í síma 591 2000.

Hvar viltu taka upptökupróf?

Reykjavík

Bóka þarf upptökupróf hjá þjónustuborði Umhverfisstofnunar í síma 591 2000. Á námskeiðstímanum eru upptökupróf í boði á mánudögum og föstudögum klukkan 10:00, á Suðurlandsbraut 24.

Akureyri

Bóka þarf upptökupróf í gegnum þjónustuborð Umhverfisstofnunar með því að biðja um starfsstöðina á Akureyri í síma 591 2000. Oftast er hægt að fara í upptökupróf á milli klukkan 9.00 og 15.00 á virkum dögum, allt eftir fyrirfram ákveðnu samkomulagi. Starfsstöðin er að Borgum við Norðurslóð, 4 hæð. 

Egilsstaðir

Bóka þarf upptökupróf í gegnum þjónustuborð Umhverfisstofnunar með því að biðja um starfsstöðina á Egilsstöðum í síma 591 2000. Oftast er hægt að fara í upptökupróf á milli klukkan 9.00 og 15.00 á virkum dögum, allt eftir fyrirfram ákveðnu samkomulagi. Starfsstöðin er á Tjarnarbraut 39b.

Annars staðar á landsbyggðinni

Hafa skal samband við umsjónaraðila námskeiðanna hjá Umhverfisstofnum í síma 591 2000. Að jafnaði er hægt að óska eftir að fara í upptökupróf í stærri byggðarkjörnum þar sem opinberar fræðslustofnanir eru starfandi.  Semja þarf um slíkt fyrirfram. Ef kostnaður fellur til vegna próftöku utan starfsstöðva Umhverfisstofnunar greiðir próftaki þann kostnað.