Upptökupróf

Þeir sem ná ekki 75% eða meira í skotvopna- eða veiðikortaprófi þurfa að endurtaka prófið. Þeir þurfa hinsvegar ekki að sitja námskeiðið aftur. Hér á eftir má sjá upplýsingar um það hvernig hægt er að snúa sér til þess að komast í upptökupróf.

Hvar viltu taka upptökupróf?

Reykjavík

Prófin í Reykjavík fara fram á Suðurlandsbraut 24. Á haustmánuðum er gert ráð fyrir upptökuprófi á mánudögum klukkan 11.00 og föstudögum klukkan 11.00. Hafa þarf samband í síma áður en mætt er í próf. Sími 5912000. Svanhildur Sigurðardóttir sér um skráningar í prófin. 

Akureyri

Hafa skal samband við skrifstofu Umhverfisstofnunar á Akureyri í síma 591-2000. Oftast er hægt að fara í upptökupróf á milli klukkan 9.00 og 15.00 á virkum dögum, allt eftir samkomulagi. Hafa þarf samband í síma áður en farið er í próf til þess að fá tíma. Staður: Borgir við Norðurslóð, 4 hæð. 

Hvolsvöllur

Hafa skal samband við Héraðsbókasafn Rangæinga í síma 488 4235. Hafa skal samband við Umhverfisstofnun áður en farið er í próf til þess að finna tíma.

Ísafjörður

Hafa skal samband við Þuríði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 4565025. Hafið samband fyrirfram til þess að fá tíma. 

Annars staðar á landsbyggðinni

Hafa skal samband við umsjónaraðila námskeiðanna hjá Umhverfisstofnun. Að jafnaði er hægt að óska eftir að fara í upptökupróf í stærri byggðarkjörnum. . Umsjónaraðili námskeiða bendir á aðila sem hægt er að semja við um framkvæmd prófanna. Hafa þarf því samband í síma 591 2000, áður en lengar er haldið.