Plöntuverndarvörur

Plöntuverndarvara er efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna, svo sem plöntulyf (skordýra- og sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni.

Plöntuverndarvörur eru notaðar í hvers kyns ræktun svo sem á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum en einnig til að halda gróðri í skefjum á gróðurlausum svæðum.

Allar plöntuverndarvörur sem settar eru á markað hér á landi skulu hafa markaðsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út. Nánar um markaðsleyfi

Samkvæmt gildandi reglum er plöntuverndarvörum skipað í 2 flokka, annars vegar vörur sem ætlaðar eru til almennrar notkunar og hins vegar vörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni. Notendaleyfi þarf til þess að mega kaupa og nota plöntuverndarvörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni.

Samkvæmt 35. gr. efnalaga nr. 61/2013 skal plöntuverndarvara, sem sett er á markað hér á landi hafa markaðsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út.

Á umbreytingatímabilinu, sem nær til ársins 2021, kunna að verða á markaði hér á landi plöntuverndarvörur sem fengið hafa leyfi á grundvelli þriggja mismunandi ákvæða í lögum og reglugerðum sbr. hér að neðan:

1. Tímabundin skráning

Við gildistöku efnalaga nr. 61/2013 þann 17. apríl 2013 féllu úr gildi allar skráningar varnaefna skv. ákvæðum laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og reglugerðar nr. 50/1984, um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði efnalaga var hægt að sækja um tímabundna skráningu fyrir plöntuverndarvörur sem voru á skrá við gildistöku þeirra. Sem stendur hafa 113 plöntuverndarvörur leyfi til þess að vera á markaði hérlendis á grundvelli þessa ákvæðis.

Listi yfir plöntuverndarvörur með tímabundna skráningu og heimilt er að setja á markað á Íslandi.

Plöntuverndarvörur sem einungis eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni.

2. Gagnkvæm viðurkenning á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum

Reglugerð nr. 1002/2014 er gefin út á grundvelli ákvæða í efnalögum og gildir um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum sem áður hafa verið veitt markaðsleyfi í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli tilskipana 79/117/EB og 91/414/EB, áður en reglugerð (EB) nr. 1107/2009 gekk í gildi þann 14. júní 2011. Reglugerðin brúar þannig bilið á milli eldri séríslenskrar löggjafar á þessu sviði og nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um setningu plöntuverndarvara á markað.

3. Markaðsleyfi skv. reglugerð um plöntuverndarvörur.

Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur er sett til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað. Reglugerðin nær til þeirra plöntuverndarvara er innihalda virk efni sem voru áhættumetin á vettvangi ESB eftir þann 14. júní 2011. Umsóknir um markaðsleyfi.

Reglugerð um plöntuverndarvörur

Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur er sett til innleiðingar á reglugerð EB nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og fleiri reglugerða sem tengjast henni. Með innleiðingunni taka reglur Evrópusambandsins í þessum málaflokki gildi hér á landi og Ísland verður fullgildur aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan Evrópska efnahagsvæðisins.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds samkvæmt reglugerðinni og gefur út markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvörum á grundvelli hennar.

Plöntuverndarvörur skulu flokkaðar, merktar og þeim pakkað samkvæmt ákvæðum í reglugerð (ESB) nr. 547/2011. Nánar um merkingar á plöntuverndarvörum

Í reglugerðinni er kveðið á um að innflytjandi, framleiðandi eða annar aðili sem ber ábyrgð á markaðssetningu varnarefnis á Íslandi skuli upplýsa Eitrunarmiðstöð Landspítala um efnasamsetningu og eiturhrif á þeim vörum sem hann setur á markað.

Nánari umfjöllun um reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað má finna hér.

Reglugerð nr. 1002/2014 er gefin út á grundvelli ákvæða í efnalögum og gildir um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum sem áður hafa verið veitt markaðsleyfi í öðru EES-ríki á grundvelli tilskipana 79/117/EB og 91/414/EB, áður en reglugerð (ESB) nr. 1107/2009 gekk í gildi þann 14. júní 2011. Reglugerðin brúar þannig bilið á milli eldri séríslenskrar löggjafar á þessu sviði og nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um setningu plöntuverndarvara á markað.  

Ferill umsóknar um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum:

  1. Sótt er um með rafrænu eyðublaði á heimasíðu Umhverfisstofnunar. 
  2. Móttaka á umsókn staðfest og gögn yfirfarin. 
  3. Umsókn samþykkt og gefinn út reikningur fyrir leyfisgjaldi. Óskað eftir viðbótargögnum ef þörf er á. 
  4. Umsókn metin af sérfræðingi Umhverfisstofnunar. 
  5. Gengið frá uppgjöri á leyfisgjaldi og leyfi gefið út. 
  6. Plöntuverndarvöru bætt á lista yfir vörur með markaðsleyfi á vef stofnunarinnar. 

Umsókn um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknu markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald vegna umsókna um markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvörum skv. 35. gr. efnalaga og samkvæmt núgildandi gjaldskrá er það kr. 575.000 fyrir gagnkvæma viðurkenningu á markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru sem veitt hefur verið í öðru landi en Íslandi á EES. Hafi umsókn um markaðsleyfi í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfisstofnun en sem nemur þessari upphæð er heimilt að innheimta tímagjald fyrir slíka umframvinnu. Sömuleiðis getur stofnunin endurgreitt umsækjanda ef í ljós kemur að vinna við umsókn tekur mun skemmri tíma og er ódýrari en sem nemur gjaldinu, en þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 80% þess.
 

Með garðaúðun er átt við notkun á hvers kyns plöntuverndarvöru í atvinnuskyni við úðun garða og útivistarsvæða í einkaeign eða almenningseign, til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna, svo sem plöntulyf, illgresiseyðar og stýriefni.

Sá einn má starfa í atvinnuskyni við garðaúðun sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir plöntuverndarvörur. Aðilar sem stunda garðaúðun í atvinnuskyni skulu hafa gilt starfsleyfi gefið út af heilbrigðisnefnd skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Við úðun garða er einungis heimilt að nota tækjabúnað sem hefur verið skoðaður af Vinnueftirliti ríkisins, handúðadælur og úðadælur sem bornar eru á baki eru þó undanþegnar skoðun.

Leyfishafar skulu ávallt bera á sér leyfisskírteini við störf sín og framvísa þeim, þegar þess er óskað.

Áður en garðaúðun er framkvæmd skal leyfishafi meta þörfina fyrir úðun. Telji hann ekki þörf á úðun eða einungis þörf á úðun einstakra plantna eða á einstökum svæðum, ber honum að upplýsa garðeiganda um það. Áður en úðun hefst skal meta hættuna á því hvort úðinn berist annað en honum er ætlað. Gluggar skulu vera lokaðir og þvottur má ekki vera á snúrum. Barnavagna og laus leikföng skal setja á óhulta staði. Taka skal fullt tillit til nágrannagarða og umferðar fólks um gangstéttir.

Einungis skal úða, þegar veður er nægilega kyrrt til þess að tryggt sé að sem minnstur úði berist út fyrir svæðið sem meðhöndla á. Sérstaklega skal gætt að því að úðinn falli ekki á matjurtir eða leiktæki barna
Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira