REACH

REACH miðar að því að tryggja trausta heilsu- og umhverfisvernd, tryggja frjálsa dreifingu efna á innri markaðinum og stuðla að samkeppnishæfni og nýsköpun. Reglugerðin byggist á þeirri meginreglu að það sé á ábyrgð framleiðenda, innflytjenda og eftirnotenda að sjá til þess að efni, sem þeir framleiða, setja á markað eða nota, hafi ekki skaðleg áhrif á heilbrigði manna eða umhverfið.

Það er skylda framleiðenda, innflytjenda og annarra markaðssetjenda efna að bera sig eftir upplýsingum um REACH til að ákvarða að hvaða marki starfsemi þeirra heyri undir reglugerðina.