Spurt og svarað

Bókunarkerfi í Landmannalaugum

Um er að ræða nauðsynlega álagsstýringu í Landmannalaugum. Síðustu ár hefur bílaumferð inn í Landmannalaugar yfir miðjan dag verið meiri en það sem innviðir svæðisins geta ráðið við. Daglega hefur það leitt af sér miklar umferðarteppur og kraðak á vegum og bílastæðum, með tilheyrandi ónæði og neikvæðum áhrifum á bæði umhverfi Landmannalauga og upplifun gesta. Hætutlegar aðstæður geta einnig skapast á mjóum aðkomuveginum. Því er talið nauðsynlegt að grípa til álagsstýringa og er markmið bókunarkerfisins að reyna að dreifa bílaumferð og draga úr álagstoppum.
Nei, bókun er einungis óþörf eftir kl. 15. Svæðið allt er opið allan sólarhringinn.
Jú, bókunar er einungis þörf á milli kl. 8 og 15, en utan þess tíma er öllum frjálst að koma akandi inn á svæðið. Einnig eru nokkrir ferðaþjónustuaðilar sem bjóða upp á daglegar rútuferðir til Landmannalauga sem flestar eru að koma á svæðið fyrripart dags.
Ef þú vilt koma inn á svæðið á einkabíl milli kl. 8 og 15, þá já. Ef þú kemur utan þess tíma (fyrir kl. 8 og eftir kl. 15) þarf ekki að bóka, óháð því hvað þú ætlar að dvelja lengi á svæðinu.
Já, hægt er að hætta við bókunina í gegnum og er hún þá endurgreidd af fullu leyti.
Þjónustugjaldið fer að mestu leyti í að fjölga starfsmönnum á svæðinu sem sinna upplýsingagjöf og álagsstýringunni. Þjónustugjaldið er greitt þegar bókun er gerð.
Já, það er einfalt mál að færa bókunina til í gegnum snjallforrit Parka.
Bókunin er gerð í gegnum ust.is/bokanir, en einnig er hægt að bóka í gegnum Parka appið. Samhliða bókun er greitt þjónustugjald, 450 kr á hvern fólksbíl en hærra fyrir stærri bifreiðar.
Nei, bókunar er einungis þörf ef komið er akandi á eigin vegum.
Nei, bókunar er einungis þörf ef komið er til Landmannalauga á milli kl. 8 og 15, óháð því hve lengi á að dvelja á svæðinu. Þú þarft ekki að fara útaf svæðinu á þeim tíma sem álagsstýringin er í gangi.
Já, svo lengi sem bókanir eru enn lausar verður hægt að gera bókun samdægurs áður en komið er inn í Landmannalaugar. Ekki er hægt að gera bókun hjá starfsmanni á svæðinu, heldur er bókun gerð á ust.is/bokanir eða í Parka appinu.
Sumarið 2024 munu ferðaþjónustufyrirtæki sem koma með gesti til Landmannalauga ekki þurfa að bóka fyrirfram, en allar rútur og aðrir ferðaþjónustubílar munu þurfa að greiða þjónustugjald ef komið er inn á svæðið milli 8 og 15. Landvörður á staðnum mun skrá bíla frá ferðaþjónustufyrirtækjum inn í bókunarkerfið þegar þeir mæta á staðinn. Ferðaþjónustufyrirtæki eru beðin um að nota sérmerkt stæði sem er í boði fyrir rútur og minni ferðaþjónustubíla, syðst á skálasvæðinu.
Nei, bókunar er einungis þörf fyrir þau sem koma akandi inn á svæðið.
Það getur enn gerst að bílastæðin fyllist líkt og gerst hefur fyrir hádegi, daglega síðustu ár. Bókunarkerfið mun styðja við að það verði núna undantekning frekar en regla. Starfsmenn á svæðinu munu leiðbeina gestum þegar slíkar aðstæður koma upp.
Bókunin er gerð í gegnum ust.is/bokanir, en einnig er hægt að bóka í gegnum snjallforrit Parka (Landmannalaugar eru þar undir "Ferðamannastaðir".
Nei, eina sem þarf að passa er að gera eina bókun fyrir hvern bíl, óháð farþegafjölda. Sé hópurinn þinn að ferðast saman í t.d. þremur bílum þarf að bóka fyrir þrjá bíla.
Nei. Hægt er að skrá bílnúmer við bókun, en það er ekki nauðsynlegt til að ganga frá bókuninni. Degi fyrir komuna til Landmannalauga mun bókunarkerfið hinsvegar senda út áminningu og biðja um bílnúmeri sé bætt við inn í bókunina, hafi það ekki þegar verið gert.
Já, fyrirkomulagið er óháð bæði þjóðerni og búsetu.
Sumarið 2024 þarf að greiða 450 kr þjónustugjald fyrir hvern fólksbíl á meðan álagsstýringin er í gangi (milli kl. 8 og 15), en hærra verð er greitt fyrir stærri bíla. Ekki þarf að greiða ef komið er utan þess tíma sem þörf er á að bóka (fyrir kl. 8 og eftir kl. 15).
140 bókanir verða í boði daglega yfir tímabilið sem álagsstýringin er í gildi. Framboð bókana miðast við stærð bílastæða í Landmannalaugum og fjölda bíla sem svæðið getur tekið á móti hverju sinni..
Já, bókunin gildir fyrir allan daginn.
Ef veðuraðstæður eru sérstaklega vondar á ákveðnum degi munum við opnað á að bókanir þess dags gildi í tvo daga til viðbótar.
Já, álagsstýringin hefur engin áhrif á aðra áfangastaði, vegi eða svæði innan friðlandsins heldur en Landmannalaugar sjálfar.
Rétt áður en komið er til Landmannalauga mun starfsmaður Umhverfisstofnunar athuga hvort bókun sé til staðar og veita jafnframt upplýsingar um svæðið.
Nei, en æskilegt er að vera á fjórhjóladrifnum bíl á Fjallabaksleið (vegur F208). Við mælum sömuleiðis ekki með að minni jeppar fari yfir vöðin tvö við Landmannalaugar, heldur leggi á bílastæðin norðan þeirra (P1).