Stök frétt

Frá Loftslagsdeginum 2022 / Mynd: Gunnar Sverrisson

Loftslagsdagurinn fer fram 28. maí frá kl. 9 – 14 í Norðurljósasal Hörpu og í streymi. 

Skráning og dagskrá Loftslagsdagsins

Það er ókeypis á viðburðinn og takmarkaður fjöldi sæta í boði.

Áhersla á aðgerðir

Í ár ætlum við að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum! Hverjir eru að gera hvað núna? Hvað aðgerðir eru í pípunum? Hvað ættum við að vera gera?

Við fáum spennandi innlegg frá sérfræðingum af ýmsum sviðum.

Blöndum geði

Dagskrá Loftslagsdagsins byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum og ekki síst tækifærum til að blanda geði. Loftslagsdagurinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi. Komdu með!

Spuni

Þekktir spunaleikarar ætla að stíga á stokk og brjóta upp dagskrá Loftslagsdagsins. Þá verður tækifæri til að horfa viðfangsefnin okkar frá algjörlega nýju sjónarhorni. Ekki missa af því!

Kaffihornið

Kynslóðirnar mætast í kaffihorninu! Það verður hægt að tylla sér í kaffihornið og spjalla við fulltrúa Aldins – nýstofnaðs félags eldri umhverfissinna og fulltrúa Ungra umhverfissinna.

Fyrir hver?

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Atvinnulífið
  • Almenning
  • Stjórnvöld
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Fjölmiðla

Tinna Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, flutti erindi um ábyrgt fjármálakerfi í ljósi loftslagsvár.

Tengt efni: