Stök frétt

Nú er opið fyrir skráningu á veiðikortanámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja sér réttindi til að stunda skotveiðar í náttúru Íslands. Námið, sem er fjölbreytt og skemmtilegt, er aðgengilegt í gegnum Skotveiðiskóla Skotvís á netinu.

Umsækjendur skrá sig með rafrænum skilríkjum í gegnum Gagnagátt Umhverfisstofnunar með einföldum hætti:

1    Velja veiðikortanámskeið
2    Greiða með greiðslukorti
3    Velja próftökustað
4    Fá lykilorð frá Skotveiðiskóla Skotvís í tölvupósti
5    Fara yfir námsefnið á sínum hraða
6    Mæta í próf

Fjölmargir prófstaðir eru í boði um land allt, þ.m.t. í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Sauðárkróki. Fleiri staðsetningar verða í boði fljótlega.