Stök frétt

Þriðjudaginn 12. apríl kl. 15-16 verður haldinn fyrirlestur í fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar sem ber yfirskriftina "Framtíð ferðamennsku á friðlýstum svæðum". Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum heldur fyrirlestrinn.

Fyrirlesturinn er haldinn í húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.

Heitt á könnunni.

Allir eru boðnir velkomnir.