Matarsóun

Að leifa mat er ekki góður siður. Ekki nóg með að þá fari maturinn sjálfur til spillis og enginn fær að njóta hans heldur er um leið verið að sóa fjármunum og auðlindum jarðar. Þar að auki tekur maturinn mikið pláss á urðunarstöðum heimsins, kyrfilega pakkaður í plastpoka og fluttur um langan veg. 

Vestræn lönd sóa gífurlegu magni matvæla á hverju ári sem hefðu hugsanlega geta brauðfætt milljónir manna. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna metur það sem svo að 1,3 milljón tonn af matvælum fari í ruslið á hverju ári. Semsagt um þriðjungur þess matar sem keyptur fer beint í ruslið.

Talið er að á Vesturlöndum hendi hver einstaklingur nýtanlegum mat að virði um 60.000 króna á ári. Í fjögurra manna fjölskyldu gerir það 240.000 krónur á ári. Hver vill ekki nýta þessar krónur í aðra hluti. 

Lestu frekar um matarsóun, hugmyndir til að minnka hana og aðgerðir gegn matarsóun á Íslandi á heimasíðu Saman gegn sóun.