Hornstrandir


 

Hornstrandir

Friðlandið á Hornströndum er staðsett nyrst á Vestfjörðum. 

Hið friðaða svæði er allt norðan Jökulfjarða, úr Hrafnfjarðarbotni og yfir í Furufjörð. Stærð svæðisins er um 600 ferkílómetrar. Skoða þrívíddarkort af svæðinu

Gestastofa fyrir friðlandið, Hornstrandastofa, er staðsett á Ísafirði. 

Tilkynningarskylda er inn á friðlandið til 15. júní ár hvert. Undanskildir tilkynningaskyldu eru land- og húseigendur á svæðinu. 

Hér skal tilkynna sig inn á svæðið

Gestastofa

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og sýning um svæðið.

Hornstrandastofa
Silfurgata 1
400 Ísafirði

Sumaropnun (1. júní til 31. ágúst) 
Mánudaga til laugardaga frá klukkan 08:15:30

Vetraropnun
Opið eftir samkomulagi

Sími: 665-2810

Netfang: hornstrandastofa@umhverfisstofnun.is

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur