Efnaskrár

Listar yfir hættuleg efni eru nú bæði vistaðir í reglugerð og í flokkunar- og merkingaskrá á vegum Efnastofnunar Evrópu (ECHA). Samræmdur listi yfir flokkun hættulegra efna er að finna í VI. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 (CLP). Með tilkomu CLP var komið á flokkunar- og merkingaskrá Efnastofnunar Evrópu (enska: Classification & labelling inventory) sem byggir á tilkynningum frá framleiðendum og innflytjendum efna um flokkun.

Hér er hægt að leita í listum yfir hættuleg efni eins og efnin birtast í íslenskri reglugerð en einnig á sérstökum vefsíðum á vegum Evrópusambandsins og Efnastofnunar Evrópu. Efnin eru ekki lengur röðuð í stafrófsröð heldur eftir skrárnúmerum (index number). Best er að leita í listunum eftir tilvísunarnúmerum (CAS nr. eða EB/EC nr.). Bent er á að í íslensku listana vantar nýjustu breytingarnar sem komnar eru í reglugerðir í Evrópusambandsríkjunum.

Listarnir: 

Flokkunar- og merkingaskráin inniheldur upplýsingar um margfalt fleiri efni en samræmdi listinn og eingöngu flokkun samkvæmt CLP. Í skránni er ekki um að ræða eina flokkun fyrir hvert efni heldur getur hvert efni verið tilkynnt með mismunandi hætti og með fleiri en eina mögulega flokkun. Hér getur þurft að velja þá flokkun sem talin er eiga frekar við en einhver önnur.

Samræmd flokkun og merking efna áfram til staðar fyrir efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum og eru skaðleg æxlun og efni sem valda ofnæmi í öndunarfærum. Listinn yfir þau efni verður áfram í VI. viðauka. Yfirvöld, framleiðendur og innflytjendur eiga að senda tillögur til Efnastofnunar Evrópu um ný efni sem flokkast með slíkum hætti.

Skráin mun hýsa allar flokkunar- og merkingaupplýsingar efna í framtíðinni hvort sem hún kemur úr tilkynningum frá atvinnulífinu eða samræmd af yfirvöldum. Flokkunar- og merkingaupplýsingar samkvæmt gamla kerfinu verða ekki í skránni.