Heilnæmi

Vernd lýðheilsu og vistkerfa á grundvelli traustra gagna

Markmið

 • Auka vísindalega þekkingu um tengsl iðnaðar og umhverfisálags á vistkerfi og heilsu manna
 • Aukin reglufylgni fyrirtækja
 • Bæta aðgengi að umhverfisupplýsingum
 • Hreinni strendur umhverfis Ísland

Hvernig fylgjumst við með árangri?

 • Árleg málþing, samráðsfundir eða samstarfsverkefni með aðilum úr heilbrigðisgeirannum
 • Fjölgun rannsóknarverkefna sem Umhverfisstofnun hefur aðkomu að
 • Hlutfall fyrirtækja með engin opin frávik
 • Hlutfall frávika sem endar í eftirfylgni
 • Fjöldi vara sem skoðaður er í eftirliti
 • Fjöldi útgefinna skírteina vegna vinnu við kælikerfi
 • Fjöldi útgefinna markaðsleyfa fyrir plöntuverndarvörum og sæfivörum
 • Hlutfall birtra vöktunaráætlana
 • Uppfærslur á niðurstöðum vöktunar á umhverfi hafsins skv. OSPAR/AMAP á ytri vef
 • Frávik í eftirliti með móttöku úrgangs og farmleifa í höfnum frá skipum
 • Magn úrgangs á OSPAR vöktuðum ströndum
 • Magn plasts á yfirborði sjávar (fýlar)
 • Staða hreinsunar á strandlengju Íslands, kílómetrar hreinsaðir
 • Ársmeðaltal loftmengunarefna
 • Hlutfall aðgerða lokið innan tímaramma í áætlun um loftgæði