Frekari upplýsingar um sæfivörur má finna á vefsíðu Efnastofnunar Evrópu (ECHA).
Ef þú finnur samt ekki svarið við spurningunni þinni, hafðu samband í síma 591-2000 eða sendu okkur póst á ust@ust.is.
Á merkimiða sæfivöru með markaðsleyfi koma fram upplýsingar varðandi heilsu og öryggi. Ef farið er eftir leiðbeiningum og ráðleggingum á merkimiða vörunnar, ætti notkun vöru með markaðsleyfi ekki að hafa skaðleg áhrif fyrir menn, dýr eða umhverfi.
Hinsvegar, ef einhver (maður eða dýr) veikist eða verður fyrir skaðlegum áhrifum í kjölfar notkunar sæfivöru skal hafa samband við Eitrunarmiðstöð.
Eitrunarmiðstöð
Landspítali
101 Reykjavík
Sérhver auglýsing fyrir sæfivörur skal innihalda setningarnar:
„Sýnið aðgát við notkun sæfiefna.
Lesið ávallt upplýsingar á merkimiða og vöruupplýsingar áður en efnið er notað“.
Þessar setningar skulu vera auðlæsilegar og greina sig vel frá öðrum hlutum auglýsingarinnar.
Auglýsendum er heimilt, í þessum staðlaða texta, að skipta orðinu „sæfiefni/sæfivara” út fyrir greinilega tilvísun í vöruflokkinn sem verið er að auglýsa, t.d. fæliefni, skordýraeitur.
Auglýsingar fyrir sæfivörur skulu ekki vísa til vörunnar á þann hátt að það valdi misskilningi að því er varðar áhættuna af vörunni fyrir heilbrigði manna, heilbrigði dýra eða umhverfið, eða vegna verkunar hennar. Í auglýsingu fyrir sæfivöru skulu, hvað sem öðru líður, ekki í neinum tilvikum gefnar upplýsingarnar „áhættulítil sæfivara“, „ekki eitrað“, „skaðlaust“, „náttúrulegt“, „umhverfisvænt“, „dýravænt“ eða aðrar svipaðar upplýsingar.