Þjóðgarður og samgöngumál

Nú þegar er stór hluti umrædds svæðis friðlýstur. Í 47. gr. náttúruverndarlaga sem fjallar um þjóðgarða kemur fram að aðgangur almennings að svæðinu skal tryggður. Aðgengi almennings að þjóðgarði er hluti af verndargildi svæðisins og því getur vegalagning verið hluti af uppbyggingu þjóðgarðs. Auk þess liggja margir þjóðvegir í gegnum þjóðgarða og önnur friðlýst svæði. Þar má nefna  uppbyggða vegi sem lagðir hafa verið í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Þjóðgarðinum á Þingvöllum og svo liggur þjóðvegur 1 um Vatnajökulsþjóðgarð.

Samstarfshópurinn telur mikilvægt að  litið sé til þessa mikilvæga hagsmunamáls Vestfirðinga við undibúning þjóðgarðs.