Inngangur
Áður en snyrtivara er sett á markað hér á landi þarf að vera búið að skrá upplýsingar um hana rafrænt inn í sérstaka snyrtivöruvefgátt sem haldið er úti af Evrópusambandinu og gengur undir heitinu „Cosmetic Product Notification Portal“, skammstafað CPNP. Með vefgáttinni er unnið að því að allar skyldubundnar upplýsingar um snyrtivörur á markaði innan svæðisins séu aðgengilegar á einum stað og tiltækar fyrir lögbært yfirvald aðildarríkis og eitrunarmiðstöðvar. Skyldan til skráningar fellur á þann sem er ábyrgur fyrir markaðssetningu á snyrtivöru innan Evrópska efnahagssvæðisins, þ.m.t. á Íslandi og það getur verið:
Framleiðandi og innflytjandi geta veitt öðrum aðila innan EES skriflegt umboð til þess að vera ábyrgðaraðili.
Umhverfisstofnun hefur aðgang að snyrtivöruvefgáttinni sem lögbært yfirvald hér á landi varðandi framkvæmd reglugerðar nr. 577/2013 um snyrtivörur, sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 með sama heiti.
Árið 2014 var farið í verkefni á vegum Umhverfisstofnunar til að fá ábyrgðaraðila hérlendis til að skrá vörur sínar í vefgáttina með áherslu á fyrirtæki sem höfðu mest ítök á markaði. Nú er því verkefni fylgt eftir með því að fá upplýsingar frá heilbrigðisnefndum um snyrtivöruframleiðendur hér á landi sem ekki hafa skráð framleiðsluvörur sínar inn í vefgáttina. Jafnframt er með verkefninu miðlað upplýsingum til heilbrigðisnefnda um aðila sem hafa skráð inn í gáttina vörur sem þeir framleiða, en eru ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni, eins og áskilið er. Þá var unnið í því að fá þá ábyrgðaraðila snyrtivara sem eru skráðir í gáttina án þess að vera þar með skráðar vörur að bæta úr því á fullnægjandi hátt.
Tilgangur
Framkvæmd
Verkefnið fólst í því að:
Óskað var eftir gögnum frá heilbrigðisnefndum um miðjan júní 2017 og þeim veittur frestur fram í miðjan ágúst til þess að bregðast við beiðninni.
Niðurstöður
Umhverfisstofnun bárust upplýsingar frá 7 heilbrigðiseftirlitssvæðum af 10 og samtals hafðist upp á fimm snyrtivöruframleiðendum sem ekki höfðu skráð vörur sínar í vefgáttina. Þá kom í ljós að fjórir ábyrgðaraðilar snyrtivara höfðu skráð fyrirtæki sín inn í vefgáttina en láðst að skrá þar upplýsingar um sjálfar vörurnar sem þeir bera ábyrgð á. Þessum níu ábyrgðaraðilum var gert að ganga frá skráningu á vörum sínum í vefgáttina á fullnægjandi hátt og veittur til þess fjögurra vikna frestur.
Sex þessara ábyrgðaraðila hafa brugðist við kröfum Umhverfisstofnunar, einn tilkynnt að hann sé ekki lengur með snyrtirvörur á markaði og eftirfylgni er ennþá í gangi gagnvart tveimur aðilum.
Verkefnið hefur orðið til þess að bæta skráningu innlendra ábyrgðaraðila í snyrtivöruvefgáttina og aukið þekkingu snyrtivöruframleiðenda og heilbrigðisnefnda á þeim kröfum sem gilda um snyrtivörur og markaðssetningu þeirra, með það að leiðarljósi að stuðla að öruggari vörum á markaði í þágu neytenda.