Aðgengi og þjónusta


Kjalvegur (vegur F35) er fær flestum bílum yfir sumarið og allar ár hafa ýmist verið brúaðar eða settar í ræsi.

Á Hveravöllum er tjaldsvæði og skálaverðir á vegum Hveravallafélagsins starfa á Hveravöllum frá því fjallvegir opnast undir mánaðamótin júní - júlí og inn í haustið. Hægt er að kaupa gistingu hvort sem er í skála eða tjaldsvæðinu. Nánari upplýsingar um þjónustu á Hveravöllum má finna á www.hveravellir.is.

Heit laug er á svæðinu sem nýtir affallsvatn af hverasvæðinu.


Hjólastólafær göngupallur liggur um hverasvæðið.