Tilgangur og markmið:
Framkvæmd og helstu niðurstöður
Farið var í eftirlit hjá 5 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað og skoðaðar 55 vörur. Engin frávik komu fram í einu fyrirtæki en í hinum fjórum komu fram eitt eða fleiri frávik við samtals 36 vörur. Oftast var um það að ræða að ekki lægju fyrir öryggisblöð á íslensku vegna þeirra sem nota vörurnar í atvinnuskyni (35 vörur), síðan að merkingar uppfylltu ekki kröfur (22 vörur) og loks voru 3 vörur ekki með leyfi til að vera á markaði.
Fyrirtæki brugðust við frávikum með því að lagfæra merkingar, uppfæra öryggisblöð á íslensku, senda vörur í förgun og óska eftir að vöru væri bætt inn á lista yfir tímabundnar skráningar.