Upplýsingastefna

Photo by William Iven on Unsplash

Við viljum vera leiðandi í opinberri umræðu um umhverfismál. Í því felst að koma á framfæri öllum upplýsingum sem eiga erindi við almenning. Við tökum allri málefnalegri umræðu um okkar verkefni fagnandi. Við forðumst aldrei opinbera umræðu og reynum að veita alltaf bestu upplýsingar. Við höfum að leiðarljósi að miðla meira heldur en minna. 

Við veitum fjölmiðlum forgangsþjónustu. Sé það mögulegt svörum við erindum þeirra samdægurs. Upplýsingum um neikvæða stöðu mála, s.s. mengunaróhöpp eða náttúruspjöll, er komið á framfæri við fyrsta tækifæri (innbyggt í gæðakerfinu okkar).  

Við viljum áfram vera leiðandi í upplýsingamiðlun. Upplýsingar eru settar fram á aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Við leggjum okkur fram við að finna og þróa nýjar leiðir við að miðla upplýsingum. Áhersla er á stafræna miðlun upplýsinga og fræðsluefnis. 

Aðgengi allra hópa samfélagsins að upplýsingum er mikilvægt og því fylgjum við eftir þeim kröfum sem gerðar eru og göngum lengra ef við getum.  

Við trúum á samráð og samvinnu. Ábendingar almennings eru gögn sem nýtast við ákvarðanir. Opnir fundir eru haldnir í aðdraganda stærri ákvarðana og vegna þeirra mála sem sérstakur áhugi er á. Fólki gefst færi á að fylgjast með og koma á framfæri athugasemdum. Við fundum reglulega með þeim sem við þjónustum.  

Stefnan staðfest af yfirstjórn 4. september 2023.