Umhverfisstofnun hefur umsjón og eftirlit með Geysissvæðinu. Það er landvarsla á svæðinu allt árið um kring og sjá landverðir meðal annars um viðhald svæðisins og upplýsingagjöf.
Rétt fyrir utan friðlýsta svæðið eru Hótel Geysir, Hótel Litli Geysir og verslanir og veitingahús í Geysir Center.
Bensínstöð er við Geysi og er það síðasta bensínstöð áður en haldið er á Kjöl.
Það er eitt tjaldsvæði innan friðlýsta svæðisins sem Hotel Geysir rekur. Það er staðsett undir suðurhlíðum Laugarfjalls.