Landmannalaugar.
Tjaldsvæði innan Friðlandsins eru í Landmannalaugum, Landmannahelli og í Hrafntinnuskeri. Skálar Ferðafélags Íslands eru í Landmannalaugum og í Hrafntinnuskeri en Hellismenn eru með skála við Landmannahelli. Skálavarsla er í þeim öllum yfir sumartímann.
Nánari upplýsingar um þjónustu og bókun gistingar
Landverðir eru að störfum í friðlandinu yfir sumartímann og fram eftir hausti. Þeir eru til staðar til að fræða og upplýsa gesti um friðlandið og leiðbeina um góðar gönguleiðir.