Virk efni

Sæfivörur innihalda virk efni en það eru efni eða örverur (svo sem veira eða sveppur) sem hafa almenna eða sérhæfða verkun á skaðlegar lífverur. Sæfivara má ekki vera á markaði á Íslandi, nema varan uppfylli þá kröfu að virku efnin í henni hafi verið tilkynnt í áhættumat í réttum vöruflokki.  Áætlað er að áhættumati allra virkra efna verði lokið 2025

95 listinn

Frá og með 1. september 2015 má ekki markaðssetja sæfivöru á Evrópska efnahagssvæðinu ef framleiðandi eða innflytjandi virka efnisins í vörunni er ekki á sérstökum lista frá Efnastofnun Evrópu yfir viðurkennda birgja virkra efna. Þessi listi er einnig þekktur sem 95 listinn. 

Framkvæmd áhættumats virkra efna er kostnaðarsöm og er tilgangur 95 listans að deila kostnaði. Því þurfa framleiðendur og innflytjendur virkra efna, sem ekki taka þátt í endurskoðunaráætluninni en vilja samt sem áður markaðsetja þessi virku efni að taka þátt í kostnaðinum. 

Hverjir fara sjálfkrafa á listann?


  • Allir þátttakendur í endurskoðunaráætluninni 
  • Þeir sem styðja (e. supporters) nýtt virkt efni 
  • Þeir sem skila inn gögnum sem þriðji aðili 

Hverjir þurfa að sækja um að komast á listann? 


  • Aðrir framleiðendur virkra efna en þeir sem tóku þátt í endurskoðunaráætluninni 
  • Aðrir framleiðendur nýrra virkra efna eftir að þau hafa verið samþykkt. 
  • Framleiðendur sæfivara sem innihalda eða búa til virk efni, ef að birgir/framleiðandi virka efnisins í vörunni er ekki á listanum. 

Hvað með vörur annars staðar frá en Evrópu? 

Aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins geta ekki verið á listanum sem birgjar virka efnisins (e. substance supplier) eða birgjar vöru (e. product supplier) en geta verið með ef þeir tilnefna fulltrúa innan svæðisins. 

Vertu tilbúinn! 

Vertu í sambandi við þinn birgja til að finna út hvort og hvar í aðfangakeðjunni virka efnið í vörunni þinni er tengt listanum.

Listarnir þrír

Tafla yfir virk efni sem tilkynnt voru í áhættumat (reglugerð (ESB) 1062/2014)

Virku efnin voru tilkynnt í áhættumat fyrir ákveðna vöruflokka og til að vera leyfileg í sæfivörum þurfa virku efnin að vera tilkynnt í áhættumat fyrir viðeigandi vöruflokk. T.d. ef að ákveðið virkt efni er eingöngu tilkynnt í áhættumat fyrir vöruflokk 18, skordýraeitur, er það eingöngu leyfilegt til nota í sæfivörur sem ætlaðar eru til að eyða skordýrum en ekki í vörur sem aðeins er ætlað að fæla frá skordýr (vöruflokkur 19). Löndin innan ESB/EES skiptu áhættumati á virku efnunum á milli sín. Standist virku efnin áhættumatið eru þau leyfð til nota í sæfivörur og fara á lista yfir samþykkt virk efni („jákvæða listann“) sem birtur er á heimasíðu framkvæmdarstjórnarinnar. 

Jákvæði listinn

Virku efnin á „jákvæða listanum“ eru tengd ákveðnum vöruflokkum og einskorðast notkunarsvið sæfivörunnar því við viðkomandi vöruflokk. Á jákvæða listanum er einnig að finna reglugerðina sem tekur inn virka efnið og þar er gefinn upp sá tímafrestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir sæfivöruna. 


Bannlistinn 

Í sumum tilfellum drógu aðilar, sem tilkynntu virkt efni í áhættumat í ákveðnum vöruflokkum, tilkynninguna til baka, eða sendu ekki inn gögn um virka efnið fyrir áhættumatið. Þau virku efni voru því ekki áhættumetin og vörur sem innihalda þessi virku efni eru þar með ólöglegar á markaði fyrir viðeigandi vöruflokk. Slíkar vörur skulu fjarlægðar af markaði innan ákveðins tímafrests. Það sama gildir um virk efni sem ekki standast áhættumatið. Þessi virku efni, sem ekki má nota í sæfivörum fara á lista sem kallaður er „bannlistinn“ og var innleiddur með reglugerð nr. 878/2014.

Áætlun um áhættumat 2014

Vöruflokkur
Virkt efni
CAS númer
1Virkur klór (e. active chlorine)
x (nýtt virkt efni)
3
Natríumhýpóklórít (e. sodium hypochlorite)
7681-52-9
Kalsíumhýpóklórít (e. calcium hypochlorite)
7778-54-3
Virkur klór (e. active chlorine)
x (nýtt virkt efni)
Bensósýra (e. benzoic acid) (metið og samþykkt)
65-85-0
Glútaral (e. glutaraldehyde)
111-30-8
4BARDAP
 94667-33-1
Natríumhýpóklórít (e. sodium hypochlorite)
7681-52-9
Kalsíumhýpóklórít (e. calcium hypochlorite)
7778-54-3 
ADBAS
68989-01-5
Virkur klór (e. active chlorine)
x (nýtt virkt efni)
Dekansýra (e. decanoic acid)
334-48-5
Oktansýra (e. octanoic acid)
124-07-2
Bensósýra (e. benzoic acid) (metið og samþykkt)
65-85-0
Brómediksýra (e. bromoacetic acid) (metið og samþykkt)
79-08-3
Glútaral (e. glutaraldehyde)
111-30-8
5Natríumhýpóklórít (e. sodium hypochlorite)
7681-52-9
Klór (e. chlorine)
7782-50-5
Kalsíumhýpóklórít (e. calcium hypochlorite)
7778-54-3
Virkur klór (e. active chlorine)
 x (nýtt virkt efni)
8N-(3-aminopropyl)-N-dodecylpropane-1,3-diamine
2372-82-9
Kalíum-(E,E)-hexa-2,4-díenóat (e. Potassium (E,E)-hexa-2,4-dienoate/Potassium Sorbate)
24634-61-5
Permetrín (e. permethrin)
52645-53-1
ATMAC (fjórgreind ammóníumsambönd)
61789-18-2
BARDAP (fjórgreind ammóníumsambönd)
94667-33-1
Dídekýldímetýlammóníumklóríð (e. DDAC) (metið og samþykkt)
7173-51-5
bensýl-C12–16-alkýldímetýl, klóríð (e. BKC)
68424-85-1
kókosalkýltrímetýl, klóríð (e. TMAC)
61789-18-2
Dídekýlpólýoxetýlammóníumbórat (e. polymeric Betaine)
214710-34-6
Permetrín (e. permethrin) (metið og samþykkt)
52645-53-1
10Pythium oligandrum M1
x
18Triflumuron
64628-44-0
Chlothianidin
210880-92-5
Bacillus thuringiensis subsp. israelensis, Serotype H-14, Strain SA/3A
n.a.
Bacillus sphaericus BS2362
n.a.
Imíprótrín (e. Imiprothrin)
72963-72-5
Chrysanthemum cinerariaefolium
89997-63-7
Pýretrín og pýretróíð (e. pyrethrins)
8003-34-7
Sýflútrín (e. cyfluthrin)
68359-37-5
S-metópren (e. S-Methoprene)
65733-16-6
Hexaflúmúrón (e. hexaflumuron)
86479-06-3
Cyromazine
66215-27-8
α sýpermetrín (e. alphacypermethrin)
67375-30-8
Prallethrin
103065-19-6
Acetamipride
16430-64-8
Permetrín (e. permethrin) (metið og samþykkt)
52645-53-1
Cyphenothrin
39515-40-70
19Pýretrín og pýretróíð (e. pyrethrins)
8003-34-7
Íkaridín (e. Icaridin)
119515-38-7
21Cybutryne
28159-98-0
Tólýlflúaníð (e. tolylfluanid)
731-27-1

Forgangsröðun á áhættumati virkra efna eftir vöruflokkum

 

Lokafrestur fyrir ECHA að vinna mat sitt fyrir framvkvæmdastjórnina varðandi samþykkt á virka efninu.

 

LokafresturVöruflokkar
31-03-2015
8+14+16+18+19+21
31-03-2017
3+4+5
31-03-2019
1+2
31-03-2020
6+13
31-03-2021
7+9+10
31-09-2023
11+ 12+15+17+22+23