Virk efni

Sæfivörur innihalda virk efni en það eru efni eða örverur (svo sem veira eða sveppur) sem hafa almenna eða sérhæfða verkun á skaðlegar lífverur. Öll virk efni til notkunar í sæfivörur þurfa að gangast undir áhættumat. Í kjölfar áhættumats er virkt efni annað hvort samþykkt til notkunar í sæfivörur í ákveðnum vöruflokki eða bannað. Áætlað er að áhættumati allra virkra efna verði lokið við árslok 2024.