Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði

Tilgangur og markmið:

  • Að fylgjast með því að varnarefni á markaði séu skráð / hafi markaðsleyfi.
  • Að skoða hvort merkingar á varnarefnum séu í samræmi við gildandi lög og reglur. 
  • Að upplýsa aðila sem markaðssetja varnarefni um skyldur þeirra gagnvart gildandi lögum og reglugerðum á þessu sviði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Farið var í eftirlit hjá 7 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað. Skoðaðar voru samtals 60 plöntuverndarvörur og alls komu fram 10 frávik í 4 fyrirtækjum. Algengustu frávikin voru fólgin í því að vara var ekki með markaðsleyfi hér á landi en í einu tilfelli vantaði merkingar á íslensku.

Öll fyrirtækin hafa nú brugðist við frávikum með því að laga merkingar, senda vörur í förgun hjá viðurkenndum móttökuaðila eða taka vörur tímabundið af markaði þar til þeim hefur verið veitt markaðsleyfi.