Umhverfistofnun - Logo

Losun ferðasalerna

Þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna fara um landið ár hvert á húsbílum og með fellihýsi. Árið 2012 ferðuðust 41.3% ferðalanga um landið með tjald, fellihýsi eða á húsbíl skv. upplýsingum Ferðamálastofu. Með slíkum ferðamáta eiga ferðalangar kost á að notast við ferðasalerni. Að því kemur að losa þarf úr ferðasalerninu og eru aðstöður til þess að finna víða um landið. Aldrei skyldi losa úr ferðasalernum nema á tilgreindum stöðum til losunar.

Tveir losunarstaðir ferðasalerna eru á höfuðborgarsvæðinu:

  • Skólphreinsistöðin við Klettagarða 14
  • Skólphreinsistöð Hafnarfjarðar í Hraunavíl

Í reglugerð um hollustuhætti segir að á tjald- og hjólhýsasvæðum eða í námunda við það skuli vera aðstaða til að tæma og hreinsa ferðasalerni. Rekstraraðili svæðisins skuli veita upplýsingar um og vísa á aðstöðuna, en einnig er hægt að leita upplýsinga um staðsetningu slíkrar aðstöðu annars staðar, t.d. hjá upplýsingamiðstöðvum og á bensínstöðvum.

Árið 2012 tók Umhverfisstofnun saman lista yfir þá staði á landinu þar sem finna má aðstöðu til losunar ferðasalerna. Listinn er byggður á upplýsingum frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna.