Skráning eldsneytis skv. REACH

Tilgangur og markmið:

 • Að kanna hvort eldsneyti sem markaðssett er á Íslandi hafi verið skráð samkvæmt REACH-reglugerðinni sem tryggir að viðkomandi efni hafa verið áhættumetin, bæði hjá innflytjendum og eftirnotendum. 

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Stuðst var við gögn frá Tollstjóra um innflutning á eldsneyti. Kallað var eftir gögnum frá Atlantsolíu , N1, Olíuverslun Íslands og Skeljungi um tegund eldsneytis, CAS eða EC númer þess, upprunaland, tollskrárnúmer, sendingarnúmer og skráningarnúmer skv. REACH. Við eftirlitið kom í ljós að fyrirtækin höfðu ekki skráningarnúmerin tiltæk en gátu kallað eftir þeim hjá sínum birgjum. Skráningarnúmer fyrir það eldsneyti sem fyrirtækin markaðssettu á Íslandi 2012 og 2013 voru afhent og gat Umhverfisstofnun sannreynt að þau voru í gildi, með því að bera þau saman við gagnabanka Efnastofnunar Evrópu.