Umhverfistofnun - Logo

Látrabjarg

Síðan er í vinnslu

Þann 2. mars 2021 undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, friðlýsingu Látrabjargs í Vesturbyggð.

Látrabjarg er eitt stærsta fuglabjarg í Evrópu og flokkast sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Líffræðileg fjölbreytni svæðisins er mikil og þar er að finna fjölskrúðugt fuglalíf sem byggir m.a. á fjölbreyttu fæðuframboði og búsvæðum fyrir fugla. Á svæðinu er mesta sjófuglabyggð landsins þar sem meðal annars er stærsta þekkta álkubyggð í heimi. Á svæðinu verpa margar tegundir fugla, þar á meðal tegundir sem flokkast sem ábyrgðartegundir Íslendinga og eru á válista. Lífríki í sjó er afar fjölbreytt og mikilvægt fæðusvæði varpfugla í bjarginu.

Náttúrufegurð svæðisins er mikil og gróðurfar einkennist af grasmóum og klettagróðri. Við Látrabjarg er einnig að finna menningarminjar auk þess sem jarðsaga Vestfjarða speglast í bjarginu. Vestast á Látrabjargi eru Bjargtangar sem eru jafnframt vestasti oddi Íslands.

Auglýsing um friðlýsingu Látrabjargs
Kort af friðlýsta svæðinu