02.05.2023 10:25
Framlenging á starfsleyfi N-lax ehf. Auðbrekku
Umhverfisstofnun auglýsir framlengingu á starfsleyfi N-lax ehf. Auðbrekku sem gildir fyrir fiskeldi með allt að 20 tonna ársframleiðslu. Umhverfisstofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstaraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlengingin á starfsleyfi er heimil til eins árs en hún mun gilda til 20. mars 2024.